Húnavaka - 01.05.1969, Page 159
HÚNAVAKA
157
bóndi þar og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Hún var elzt 12
systkina og eru átta þeirra á lífi og búsett hér um Húnaþing. Soffía
dvaldi í foreldrahúsum til 18 ára aldurs, en þá réðst hún norður
í Skagafjörð og var þar á ýmsum bæjum um skeið. En árið 1938—’39
nam hún við Kvennaskólann á Blönduósi og fer síðan til Sauðár-
króks og er þar um tveggja ára bil eða til ársins 1942.
Síðan flyzt hún aftur á heimaslóðir og kynnist þá Ingva Guðna-
syni og reistu þau bú að Hvammi í Laxárdal og bjuggu þar í 5 ár,
en flytja þaðan að Finnstungu og eru þar í tvö ár. Að því loknu
flytja þau til Skagastrandar, en þar bjó hún til dauðadags eða um
18 ára skeið.
Eignaðist hún tvo sonu, Hilmar Eydal er alinn var upp hjá for-
eldrum hennar á Leifsstöðum og Eðvarð Ardal, er alizt hefir upp
hjá foreldrum sínum á Skagaströnd.
Hún lézt á heimili sínu á Skagaströnd þann 11. september 1908.
Margrét Sigriðar Björnsdóttir Blöndal var fædd 29. febrúar árið
1884 að Breiðabólsstað í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru hjónin
Björn Blöndal Benediktsson, umboðsmanns og bónda frá Hvammi
í Vatnsdal og kona hans Gróa Bjarnadóttir, prófasts að Stað í Stein-
grímsfirði.
Hún missti föður sinn er hún var á þriðja ári, en hann drukknaði
á ferðalagi árið 1887. Eftir dauða hans fluttist Gróa móðir Margrét-
ar að Hvammi til Benedikts tengdaföður síns með börn sín tvö,
Margréti og Benedikt Bjarna, og bjó þar með börnum sínum sjálf-
stæðu búi á nokkrum hluta jarðarinnar.
Eftir sex ára veru í Hvammi fluttist Margrét að Brúsastöðum,
ásamt móður sinni og bróður. Þann 4. júlí árið 1914 gekk Margrét
að eiga Kristján Sigurðsson, kennara frá Pálsgerði í Dalsmynni í
Suður-Þingeyjarsýslu. Reistu þau bú á nokkrum hluta Brúsastaða,
en síðar eignuðust þau hálfa jörðina á móti Benedikt bróður henn-
ar og bjuggu þau þar í sambýli um áratuga skeið.
Eignuðust þau hjón þrjú börn, sem öll eru á lífi. En þau eru:
Gróa, kennari í Reykjavík, Björn Blöndal, kennari á Blönduósi og
Ingibjörg Margrét, búsett á Akranesi.
Eftir áratuga dvöl á Brúsastöðum fluttust þau hjón með dóttur
sinni Ingibjörgu Margréti og manni hennar Guðmundi Helgasyni
að Kárastöðum á Vatnsnesi og síðan til Akraness, þar sem hún bjó