Húnavaka - 01.05.1969, Síða 160
158
HÚNAVAKA
til æviloka. Margrét var mikil húsmóðir, traust og vinsæl meðal
samsveitunga sinna.
Hún lézt á Akranesi 15. október 1968.
Sr. Árni Sigurðsson.
ÆSUS'I'AÐAPRESTAKALL.
Engin mannalát 1968,
HÖSKULDSSTAÐAPRF.STAKALL.
Sigurður Jónsson, Mánaskál í Vindhælishreppi, andaðist 11. jan-
úar. Hann var fæddur 17. september 1880 á Tjörn í Skagahreppi,
voru foreldrar hans Jón Gíslason og Margrét Þórðardóttir. Sigurður
var ungur er hann missti móður sína, fékk hann þá fóstur hjá Pétri
Björnssyni á Tjörn og konu hans Guðrúnu Guðmundsdóttur. Sig-
urður vandist snemma sjómennsku þar í Nesjum og þótti kjark-
góður. Fór hann sem margir aðrir ungir menn í þá daga til sjóróðra
á Suðurnes og var síðan á skútum. Arið 1910 kvæntist Sigurður,
Sigurbjörgu Jónsdóttur, og hófu þau búskap á Osi í Nesjum. Þau
eignuðust þessi börn: Jón smið á Blönduósi, Björn smið í Höfða-
kaupstað, Torfa bónda á Mánaskál, Guðrúnu húsfreyju á Neðri-
Mýrum, Margréti sem búsett er í Höfðakaupstað og Sigurbjörgu,
Láru og Ástvald Stefán, sem öll eru búsett í Reykjavík.
Sigurði búnaðist vel á Osi og var jrar lengst af formaður, en 1918
flutti hann að Mánaskál í Laxárdal og bjó þar síðan með tengda-
móður sinni og börnum sínum, en konu sína missti hann 1922.
Á Mánaskál reisti Sigurður allt úr rústum, varð jörðin í höndum
hans og barna hið reisnlegasta býli, að húsakosti og ræktun, og var
snemma raflýst frá heimilisrafstöð. Sigurður var framkvæmdasamur
og dugmikill, hygginn um fjárhag sinn og hinn bezti búþegn. Hann
var fastur í skoðun, hispurslaus og hjálpgóður. Hann naut mjög
hagleiks sona sinna við allar sínar umbætur á Mánaskál.
Sigurður var kátur og hress í lundu, svo að þeir er kynntust hon-
um fundu að í honum sló gott hjarta.