Húnavaka - 01.05.1969, Síða 161
HÚNAVAKA
159
Sigfús Halldórssoti frá Höfnum í Húnaþingi, andaðist 10. ágúst
að Vífilsstöðum. Hann var fæddur 27. desember 1891 að Þingeyrum.
Voru foreldrar hans Halldór Árnason frá Höfnum, sýsluskrifari, og
kona hans Þuríður Sigfúsdóttir. Sigfús Halldórs ólst upp um árabil
hjá frændfólki sínu í Höfnum. Hann var stúdent og las um hríð
við Hafnarháskóla. Hann var manna víðföílastur, dvaldi um árabil
í Austurlöndum og um fjölda ára í Kanada. Hann lagði gjörva hönd
á margt um dagana, enda maður vel gefinn, sem hann átti kyn til.
Umsjónarmaður á togleðursekrum á Malakkaskaga, ritstjóri vestan
hafs og austan, skólastjóri á Akureyri og skrifstofumaður í Reykja-
vík. Hann var félagslyndur og söngmaður góður. Um skeið form.
Húnvetningafélagsins í Reykjavík.
Bálför hans fór fram í Reykjavík 20. ágúst. Kaus hann leg sínum
jarðnesku líkamsleifum í Hofskirkjugarði í Skagahreppi, en í Hofs-
kirkju var hann fermdur. Því þótt lengst af ævinni hefði hann dval-
ið fjarri sínum bernskustcjðvum, stefndi hugur hans mjög norður
í Húnaþing. Var duftkeri hans fengið leg í reit þeirra Hafnarmanna
að kórbaki við Hofskirkju. Fór sú athöfn fram 1-1. september, fagran
og kyrran haustdag um miðaftanleytið. Voru þar viðstaddir ástvinir
hans og frændfólk úr Reykjavík, ásamt þeirn vildarklerkum sr.
Benjamín Kristjánssyni og' sr. Jóni Guðnasyni, er flutti hugljúfa
ræðu í garðinum. Þá voru þar og sóknarprestur og búendur í Hofs-
sókn. Drukku menn síðan erfi að gamalli siðvenju út í Höfnum.
Sigfús Halldórs bar mjög einkenni ættar sinnar, sem c>svikinn
niðji jreirra Hafnarmanna. Sigfús Halldórs kvæntist 1930 Þorbjörgu
Helgadóttur, ágætri vestur-íslenzkri konu, er lifir mann sinn ásamt
börnum þeirra.
Bjarnina Hólmfriður Árnadóttir, ekkja, Litla-Bergi í Höfðakaup-
stað, andaðist 29. ágúst; hún var fædd á Mörk á Laxárdal 8. sept.
1889. Voru foreldrar hennar Árni Árnason frá Steinsstöðum í Öxna-
dal og Sigurlaug Bjarnadóttir frá Efri-Lækjardal.
Ung mátti hún sjá af foreldrum sínum, andaðist faðir hennar, er
hún var nýfædd, en móðir hennar flutti til Vesturheims, er hún var
11 ára. Móðir liennar vildi kosta för hennar vestur, er Bjarnína var
16 ára.
Bjarnína var fönguleg kona, vel gefin og heimilisrækin, en fá-
skiptin um annarra hagi. Hún giftist Haraldi Nikulássyni og bjuggu