Húnavaka - 01.05.1969, Page 162
160
HÚNAVAKA
þau allan sinn búskap á Litla-Bergi. Þau eignnðust þessi börn: Her-
mann, Helga og Þuríði, sem nú eru iinduð. Á lífi eru: Hinrik í
Reykjavík, Albert og Arni er búa á Litla-Bergi. Bjarnína átti gott
ellikvöld í skjóli barna sinna. A Litla-Bergi voru eigi stór húsa-
kynni, en þó var þar rómuð gestrisni. En er börn Bjarnínar uxu upp,
byggðu þau þar eitt af stærstu og reisulegustu húsum í þorpinu.
Margt fylgdi henni til grafar, þar á meðal öll Stóra-Bergs systkin-
in, er komu úr fjarlægum héruðum.
Þorkell Magnússon, sjómaður, Goðhól, Höfðakaupstað, andaðist
30. ágúst. Hann var fæddur 27. júní 1894 í Fossakoti, Andakíl í
Borgarfirði. Voru foreldrar hans Magnús Jónsson bóndi í Fossakoti,
dáinn 1901 og kona hans Sigríður Þorkelsdóttir, Bergsteinssonar í
Goðhól á Vatnsleysuströnd. Meðal barna þeirra var Jón Magnússon
skáld.
Þorkell ólst upp á Vatnsleysuströnd, og lærði þar snemma sjó-
mennsku er varð lians ævistarf. Var hann um skeið á togurum, en
um árabil formaður á sínum eigin bát og annarra í Kálfshamarsvík
og á Skagaströnd. Honum farnaðist vel, var athugull, veðurglöggur
og fiskinn. Er aldur færðist yfir hann hætti hann sjómennsku og
kom sér upp kindastofni og ræktaði tún. Þorkell rak kindur sínar
í sumarhaga upp í Spákonufell; voru þær þar jafnan á tveimur svæð-
um, svo að hann mátti greina þær í sjónauka sínum. Og er hausta
rók vitjaði hann þeirra og fylgdu þær honum þá eftir heim.
Þorkell var heldur lítill vexti, en snarlegur. Hann var trygglynd-
ur og rnikill vin vina sinna. Hann reisti sér hús í kaupstaðnum, er
hann nefndi Goðhól, og undi þar vel ltag sínum. Hann var alla ævi
ókvæntur og barnlaus.
Óskar Tryggvi Þorleijsson, sjómaður og smiður, andaðist á Sauð-
árkróki 18. sept. Hann var fæddur 10. júní 1892 á Fossi á Skaga.
Voru foreldrar hans Þorleifur Björnsson og kona hans Osk Sigurð-
ardóttir, Finnbogasonar. Meðal hálfsystkina Óskar: Björn banka-
stjóri og Margrét prófastsfrú á Höskuldsstöðum, Sigurðarbörn.
Foreldrar Óskars bjuggu lengst af á Kjalarlandi í Vindhælis-
hreppi. Óskar var vel gefinn maður, lék flest í höndum hans, þá var
hann sjómaður ágætur og fékkst mikið við srníðar. Kona hans var
Flín Jóhanna Guðmundsdóttir frá Hvammshlíð í Vindhælishreppi,