Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 163
HÚNAVAKA
161
hún andaðist 14. ágúst 1944. Börn þeirra hjóna eru Engilbert bif-
reiðarstjóri, Jakob verzlunarm. og Þormóður verkamaður. Þau hjón
bjuggu Iengst af á Sæbóli í Höfðakaupstað. Arið 1940 fluttist Oskar
Þorleifsson til Sauðárkróks, þar setti liann bú saman með Kristjönu
Júlíusdóttur.
Guðmundur Rafnsson, sjómaður, Sunnuhlíð, Höfðakaupstað,
andaðist 23. september. Hann var fæddur 24. maí 1889 á Ytra-Mal-
landi á Skaga. Voru foreldrar hans Rafn Guðmundsson bóndi i Ketu
á Skaga, Guðmundssonar á Kleif, og kona hans, Ragnheiður Sigur-
laug Símonardóttir á Gauksstöðum. Guðmundur Rafnsson ólst upp
með foreldrum sínum á Mallandi og Ketu. Hann var dugmikill og
iðjusamur til sjós og lands. Þá var hann og vel hagur. Hann var
stór maður vexti og góðlegur. Guðmundur Rafnsson kvæntist Sigur-
björgu Kristínu Sveinsdóttur frá Ketu.
Bjuggu þau hjón í Ketu frá 1911—1920, þau eignuðust einn dreng,
Rafn, sem búsettur er á Sauðárkrók. Guðmundi búnaðist vel á
Ketu, enda er Jjar gott undir bú bæði til sjós og lands, naut sín þar
vel dugnaður hans og útsjónarsemi. En í vordögum 1929 kvaddi
Guðmundur Rafnsson Ketu og átthaga sína, þegar Skaginn er í
skrúða sínum, fjörður er fagur í lognöldunni, eyjar og annes í for-
grunni himinblárra fjalla, og sólarupprás og sólarlag óviðjafnanlegt.
Stundaði Guðmundur nú vegavinnu og sjómennsku syðra. Var
honum oft falin forsjá unglinga er fóru fyrst á vertíð.
Hann átti lengst af heimili í Höfðahólum og Sunnuhlíð. Hin síð-
ari ár var hann farinn mjög af gigt og var ófær til vinnu, en hélt
góðleik sínum og hýru viðmóti til endadægurs.
Sigurður Sölvason, kaupmaður, Borg, Höfðakaupstað, andaðist
24. september. Hann var fæddur 14. jan. 1898 í Álfhóli í Skaga-
hreppi. Voru foreldrar hans Sölvi Þorsteinsson, bóndi og kona hans
Þórey Benónýsdóttir.
Sigurður var snemma ötull og ósérhlífinn, átti sjálfstraust gott,
athugull að læra af reynslu lífsins. Hneigð til kaupmennsku og
viðskipta sagði snemma til sín. Engin fjárráð voru til að stunda
skólagöngu um þessa hluti, stundaði Sigurður því sveitastörf, og
var fjölda sumra á Þingeyrum í þjónustu Jóns S. Pálmasonar. Árin
11