Húnavaka - 01.05.1969, Side 164
162
HÚNAVAKA
1926—1936 var Sigurður í þjónustu Kaupfélags Skagstrendinga. Þá
voru kaupfélagsstjórahjón þau Ólafur Lárusson og Björg Berndsen,
þau skynjuðu hneigð Sigurðar til verzlunar og þjónustu og létu
hann venjast slíkum störfum. Varð þetta sá skóli, er Sigurður bjó
að ævilangt og jók honum lífsgleði og dug. Sigurður Sölvason kvænt-
ist 1925 Ragnheiði Árnadóttur, bróðurdóttur Hallgríms í Hvammi
í Vatnsdal, hins mikla bóndahölds. Hún andaðist fertug að aldri
1935. Þau eignuðust þessi börn: Árni bifreiðarstjóri á Blönduósi,
F.rla húsfreyja í Ólafsfirði, Hallgrímur sjómaður í Reykjavík. Frá
1938—1942 var Sigurður í þjónustu Einars Thorsteinsson, er þá var
helzti kaupmaður í Húnaþingi. En 1943 stofnaði Sigurður sína eig-
in verzlun í Höfðakaupstað, er hann nefndi Borg, og rak hana til
dauðadags. Þótti það hugdirfska hjá fátækum manni, að slá tjöldum
sínum við vallargarð hjá velmetnu kaupfélagi. En með því áraði
vel, og Sigurður var vökull í starfi blómgaðist hagur hans. Sigurður
var skilvís, gestrisinn og ávallt boðinn og búinn að greiða götu við-
skiptamanna sinna. Þá hlaut hann traust og vinfengi fjölda manna
og varð kaupsvið hans bæði í kauptúninu og nærliggjandi sveitum.
Sigurður var maður, sem ávallt var að læra og fljótur að átta sig á
mönnum og málefnum. Þá var hann léttur í lund og góðviljaður
og eljusamur.
Sigurður Sölvason kvæntist öðru sinni 15. jan. 1943, Margréti
Konráðsdóttur frá Syðra-Vatni í Skagafirði, systur sr. Helga Kon-
ráðssonar. F.r hún kona velmenntuð, utan lands og innan, og reynd-
ist manni sínum mikilhæf. Reyndust kvonföng Sigurðar honum
mikil gæfa; bjuggu konur hans honurn góð heimili.
Andrés Guðjónsson, kaupmaður, Höfðakaupstað, andaðist 5. okt.
Hann var fæddur 15. febr. 1893 á Harrastöðum í Skagahreppi. Voru
foreldrar hans Guðjón Einarsson, bóndi frá Munaðarnesi á Strönd-
um og kona hans, Lilja Pétursdóttir, systir Guðmundar Péturssonar
bónda í Ófeigsfirði á Ströndum. Fluttu foreldrar Andrésar 1891 að
Harrastöðum. Andrés Guðjónsson fór í Verzlunarskóla Islands, enda
var hann bæði næmur og skilningsskarpur. Hvarf hann heim aftur
að loknu námi, bjó hann á Harrastöðum árin 1915—1938, en á ár-
unum 1918—1920 stundaði hann verzlun í Kálfshamarsvík, og var
umboðsmaður Höepfners þar. Andrés reisti nýbýlið Ásholt, úr Spá-
konufellslandi, og bjó þar 1938—’46. Árið 1939 varð hann verzlunar-