Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 165
HÚNAVAKA
163
stjóri hjá Einari Thorsteinsson á Hólanesi, en 1947 stofnaði Andrés
þar verzlun, er hann rak til dauðadags.
Andrés var mjög riðinn við málefni sveitar sinnar, sat í hrepps-
nefnd hins forna Vindhælishrepps 1925—’39. Síðan í hreppsnefnd
Höfðahrepps um langt árabil, þar af 12 ár oddviti. Var form. sókn-
arnefndar Hólaneskirkju um fjölda ára, þá stundaði hann barna-
kennslu á fyrri árum, og þótti vel takast. Arið 1916, 4. nóvember,
kvæntist Andrés Guðjónsson Sigurborgu Hallbjarnardóttur, ljós-
móður, frá Flatey á Breiðafirði. Þau eignuðust þessi börn: Hall-
björn Bergmann kennari og organisti, dáinn 1943, Guðjón kaup-
maður í Hiifðakaupstað, Sigfús cand. mag. skjalavörður í Reykja-
vík, Árni stúdent og kennari á Akranesi, Lilja búsett í Bandaríkjun-
um. Þá ólst upp með þeim hjónum Ásdís Hólm, búsett í Hafnar-
firði.
Andrés Guðjónsson var maður ágætlega skáldmæltur, hann var
maður einarður og fastur fyrir og skilningsskarpur, kom þar fram
kjarni ættar hans, að taka land þó tvísýn gæti verið lendingin. Hann
var ágætlega hagur og kappsamur er hann gekk að verki, því var
hann um marga hluti vel til forustu fallinn.
Ingvar Stefán Pálsson, andaðist 18. okt. Hann var bóndi á Bala-
skarði í Vindhælishreppi. Ingvar var fæddur 25. okt. 1895 í Köldu-
kinn í Torfalækjarhreppi. Voru foreldrar hans Páll Pálsson, Hall-
dórssonar prests á Bergstöðum og F.lísabet Gísladóttir, Sigurðssonar
frá Kóngsgerði. Ingvar missti foreldra sína á unga aldri, en var síð-
an um fjölda ára í Ljótshólum, er hann taldi sitt annað foreldra
hús.
Ingvar kvæntist 8. ágúst 1923 Signýju Benediktsdóttur, hófu þau
búskap að Eldjárnsstöðum en frá 1926 bjuggu þau á Balaskarði.
Börn þeirra eru: Ástmar bifreiðarstjóri í Hiifðakaupstað, Björg bú-
sett í Keflavík, Elsa og Geirlaug er ávallt hafa dvalið á Balaskarði.
1943 fékk hann ábýli sitt keypt. Hófst hann þá handa um byggingu
íveruhúss og útihúsa með myndarbrag. Ingvar var dugnaðarmaður
og vel máli farinn og félagslyndur. Hann var vel ritfær, skáldmælt-
ur og bókhneigður. Hann sat um fjölda ára í hreppsnefnd Vind-
hælishrepps, hinum forna og nýja, einnig í stjórn Kaupfélags Hún-
vetninga. Ingvar Pálsson var fríður maður sýnum og snyrtimenni.