Húnavaka - 01.05.1969, Page 167
Fréttir og fróMeikur
VEÐRÁTTAN 1968.
í ársbyrjun voru óvanalega mik-
il svellalög og afar jarðlítið orð-
ið um héraðið allt. Snjór var þó
ekki mikill í byggð. Á nýjárs-
dasr var hörkufrost o°' heiðskírt,
en strax aðfaranótt 2. janúar
gekk í norðanhríð, sem stóð á
þriðja sólarhring. Fannkoma var
töluverð og afar frosthart, og
veðurhæð mjög mikil. Tíðarfar
var stirt í janúar og febrúar.
Blotar annað slagið út janúar og
hríðaráhlaup til skiptis. Frost-
hörkur voru oft sérstaklega síð-
ast í janúar. Sunnudaginn 4.
febrúar gekk norðaustan ofsa-
veður yfir landið. Varð þá
mannskaði og skipstapar út af
Vestfjörðum. Inn til landsins
varð þó minna úr þessu veðri, og
síðan stillti nokkuð til. Fé var að
sjálfsögðu á innistöðu þennan
tíma, og víða voru öll hross á
gjöf-
Sunnudaginn 25. febrúar
hlánaði, og var sæmilega hlý
veðrátta um þriggja vikna skeið.
Kom þá upp næg jörð fyrir búfé
svo að hross fóru af gjöf og tekið
var að beita fé. En lausardaoinn
o o
16. marz oerði snöggt hríðar-
áhlaup og birti upp með miklu
frosti. Kólnaði nú mjög um
skeið og voru frosthörkur með
eindæmum miklar um allt land-
ið um mánaðamótin marz—
apríl, en sjaldan veruleg snjó-
koma.
Um bænadagana 11. ogf 12.
apríl gerði asahláku og leysti nú
snjó og ísa at ám og vötnum.
Voru miklir vatnavextir um
páskana. En um sumarmálin
kólnaði á ný, og var svo allt vor-
ið og langt fram á sumar. Mikill
ís var í norðurhöfum og tók
mjög að nálgast land í kuldun-
um síðari hluta marzmánaðar.
Var stöðugur rekís við Vestfirði,
Norðurland og suður með Aust-
fjörðum allt fram í júlímánuð.
ísinn varð þó ekki landfastur að
ráði, svo að siglingar tepptust
ekki verulega, en oft voru þær
varasamar.
Síðustu dagar aprílmánaðar
voru með eindæmum kaldir, og
einnig fyrri hluti maí. Voru