Húnavaka - 01.05.1969, Síða 168
166
HÚNAVAKA
mikil frost og fjúkhreytingur
flesta daga, en ekki stórhríðar.
í sauðburðarbyrjun, um 20.
maí, hlýnaði veðrátta nokkuð og
var ágæt sauðburðartíð, þurrt en
ekki mjög kalt. Gróður kom þó
seint og ær báru að mestu leyti
á húsi. Tvílembum var víðast
gefið fram í júní. Heyleysis gætti
allvíða og kjarnfóðurgjöf var
gífurleg. Yfirleitt gekk þó fé vel
undan vetri og var tekið af tún-
um í sauðburðarlok.
Júnímánuður var kaldur,
einkum síðari hlutinn. Um Jóns-
messuleytið var hríð um nætur,
en sólskin að deginum til, en
stundum náði ekki að taka upp
snjóinn. Fór gróðri lítið sem
ekkert fram. Var nú útlit fyrir
algjört sprettuleysi, auk þess sem
kalskemmdir voru stórkostlegar
víða. Dæmi voru til þess að
bændur bæru ekki á suma tún-
bletti, sem verst voru útleiknir.
Um rniðjan júlí urðu loks
umskipti til hins betra. Kom þá
hlýinda- og vætukafli um hálfs-
mánaðar skeið. Spruttu tún
ágætlega, þar sem ekki voru kal-
skemmdir. Sláttur hófst yfirleitt
ekki fyrr en síðustu daga júlí-
mánaðar. Var tíðarfar hið ákjós-
anlegasta til heyskapar, stöðug
hlýindi í ágúst og allt til loka
september, en úrkoma ekki svo
mikil að teljandi töfum ylli við
heyþurrk. Heyskapur stóð þó
fram um miðjan september,
enda óvanalega seint byrjað.
Varð heyfengur í tæpu meðal-
lagi að vöxtum, en nýting góð.
Gönour 02’ réttir oengu vel,
o o o o
víðast hvar. Þó var mikil þoka
leitarmönnum sumsstaðar til
liins mesta baga, einkum á út-
fjöllum. Aðfaranótt sunnudags-
ins 29. september gekk skyndi-
lega í norðanhríð, eftir undan-
gengna góðviðrisdaga. Stóð veðr-
ið fram á mánudagsnótt, en var
þó nokkru vægara inn til dala.
Fjárskaðar urðu nokkrir, sér-
staklega í fjallgarðinum milli
Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslu, þar sem fé hafði orðið eft-
ir í fyrstu leit. Var fé þar að
skríða úr fönn lengi á eftir.
Októbermánuður var afar
kaldur, en þurrviðrasamur. Tók
seint upp snjóinn úr september-
hríðinni, því að flesta daga var
meira og rninna frost. Tíðarfar
var þó stillt og héldu dilkar vel
holdum allt til loka sláturtíðar.
Gekk slátrun eftir áætlun, að
mestu leyti, þó að nokkrir erfið-
leikar væru á sláturfjárflutning-
um fyrstu dagana eftir hríðina.
Fallþungi dilka var með almesta
móti, enda veðrátta hagstæð síð-
ari hluta sumars og jörð í sprettu
allt til rétta.
Þriðjudaginn 5. nóvember
brá til hláku, og rnátti heita að
samfelld þíðviðri héldust frarn