Húnavaka - 01.05.1969, Síða 169
HÚNAVAKA
167
um miðjan desember. Fé gekk
algjörlega sjálfala, utan hrútar
og lömb, og dæmi voru til að
kúm væri beitt í þessum góð-
viðriskafla. En víðast komu þær
þó á gjöf í septemberhríðinni og
sumsstaðar lítið látnar út eftir
það. Fé kom ekki á hús fyrr en
rétt fyrir júlin, og var víða sem
engin heyeyðsla orðin í það á
áramótum. Um miðjan desem-
ljer kólnaði nokkuð í tíð, og var
norðanátt ríkjandi með allmiklu
frosti á stundum þar til hláku
gerði á gamlaársdag, og tók þá
að mestu upp þann litla snjó,
sem komið hafði undanfarna
daga.
Pétur Sigurðsson.
FRÉTTIR ÚR HÖFÐAKAUPSTAÐ.
A vetrarvertíð voru allir bátar
heima, utan m.b. Stígandi er fór
til róðra í Bolungarvík. Fiski-
veiðar gengu frekar treglega,
enda hamlaði ís róðrum um
skeið. Flrognkelsaveiðar voru
sæmilegar.
Á sumarvertíð voru allir bát-
ar heima. f stærsta bátinn,
Flelgu Björgú, var settur troll-
útbúnaður, framkvæmdi Véla-
verkstæði Karls og Þórarins það.
Var hún síðan á togveiðum sum-
arlangt. Veiði mátti teljast góð
hjá bátum í sumar, enda talið
með beztu veiðisvæðum landsins
þá, út af Skaga. Var því næg
vinna í Hólanesfrystihúsi.
Á haustvertíð voru gæftir góð-
ar, stillur miklar í nóvember og
desember og afli sæmilegur.
Frystihúsið á Hólanesi tók á
móti 1262 tonnum af fiski á ár-
inu.
Miklar breytingar iirðu á
verzlunarmálum og frystihús-
málum í kauptúninu. Kaup-
félag Skagstrendinga seldi hið
nýja frystihús sitt með góðum
vélakosti og nýju vinnslukerfi
h.f. Hólanes, er hefur rekið
frystihús hér. Er þá eitt frysti-
húsfélag á Skagaströnd. Hugsar
Hólanes til að flytja starfrækslu
sína niður á Skagaströnd, og
hefur látið innrétta þar kæli-
klefa, er var ófrágenginn og gera
margt fleira.
Sölufélag A.-Húnvetninga
keypti sláturhús kaupfélagsins,
en Kaupfélag Skagstrendinga
sameinaðist Kaupfélagi Ht'in-
vetninga, og eru nú reknar tvær
sölubúðir eins og áður í þorp-
inu.
Slík samsteypa kaupfélaga hef-
ur víða verið gerð á landi hér,
enda er þetta svona í Svíþjóð.
Þá urðu eigendaskipti á verzl-
un Andrésar Guðjónssonar.
Varð nú Guðjón Andrésson
einkaeigandi þessarar verzlunar.
Þá bar það til 23. jan. um há-
degisbil er vélbáturinn Stígandi