Húnavaka - 01.05.1969, Page 170
168
HÚNAVAKA
kom úr fiskiróðri, að báturinn
kenndi grunns við Spákonufells-
höfða, en náðist aftur út á næsta
flóði. Þá bar það til hinn 17.
janúar, að m.b. Farsæll, er var
í fiskiróðri út í Nesjamiðum, að
skipið steytti á rótarhnyðju eða
samannegldu spýtnabraki og
sökk síðan eftir hálftíma. A
bátnum var Indriði Hjaltason
form. eigandi bátsins og liá-
seti Vigfús Elvar 15 ára. Komust
þeir í gúmmíbát og hröktust í
14 tíma unz þá bar upp í Saura-
vík í Kálfshamarsvík.
Heyfengur var á liðnu sumri
6300 liestar af töðu. Slátrað var
í haust 10 þús. fjár í sláturhúsi
kauptúnsins. Nú eru á fóðrum
1600 kindur, 20 kýr og hrossa-
eign 90 hross.
í skólanum eru alls 106 nem-
endur; 65 í barnaskóla og 41 í
unolingaskóla.
Áfram var haldið með félags-
heimilið. Undir umsjá Guð-
mundar Lárussonar, trésmíða-
meistara var steypt eitt hafnar-
ker hér í slippnum og steypt
ofan á tvö. Tvö ker voru flutt
liéðan til Hauganess við Eyja-
fjörð. Þá var í þjónustu Guð-
mundar Lárussonar líka flokkur
manna með svonefnd Breið-
fjörðsmót. Unnu þeir mest í
Skagafirði. Annar flokkur
manna starfaði undir stjórn
Pálrna Sigurðssonar með mót
Búnaðarsambands Austur-Hún-
vetninga.
Þá var unnið fyrir 1.2 millj.
kr. við höfnina. Voru steyptar
undirstöður undir þrjá ljósa-
turna á hafnargarðinn. En turn-
ar þessir eru úr stáli og eru
komnir upp. Þá var steyptur við-
bótar varnargarður á hafnar-
garðinn (vegna sjávargangs) og
steypt jafnlöng plata yfir hafnar-
bólverkin. Þá var bætt viðlegu-
skilyrði skipa við garðinn. Verk
þessi voru unnin undir stjórn
Guðmundar Lárussonar.
Á sjómannadaginn voru heiðr-
aðir með silfurmerki dagsins,
þeir Guðmundur Rúnar Krist-
jánsson í Grund og Fritz Bjarna-
son í Breiðabliki, en þeir björg-
uðu barni frá drukknun, sem
getur um í annál ársins 1967.
Hólaneskirkja varð 40 ára á
þessu ári. Gátu fermingarbörn
þau er þar voru fyrst fermd í
Hólaneskirkju, ríflega peninga-
upphæð til að kaupa nýja
kirkjuhurð fyrir guðshúsið.
Þann 7. júlí var afrnæli kirkj-
unnar með messugjörð og var
þá líka haldinn héraðsfundur
Húnaþingsprófastsdæmis. Voru
þar mættir prestar héraðsins og
safnaðarfulltrúar. Kirkjukór
Hólaneskirkju fór skemmtiferð
kringum Vatnsnesið og hlaut
góðar viðtökur hjá kirkjukórn-
um á Hvammstanga. Höskulds-