Húnavaka - 01.05.1969, Qupperneq 171
HÚNAVAKA
169
staðakirkju var gefinn ljósakross
til minningar um Rakel Bessa-
dóttur á Þverá. Gerðu það ætt-
menn hennar.
Sr. Pétur Þ. Ingjuldsson.
IÐNAÐARMANNAFÉLAG A.-HÚN.
30 ÁRA, 6. APRÍL 1969.
Þann 2. apríl 1939, komu saman
7 menn í Samkomuhúsinu á
Blönduósi, tilefnið var að stofna
iðnaðarmannafélag, sem heimili
ætti á Blönduósi.
Áður en gengið var til dag-
skrár, lýsti þó einn fundar-
manna því yfir að hann hefði
ekki áhuga fyrir félagsskap sem
þessum og gekk af fundi.
Á þessum fundi var svo lagt
fram frumvarp til laga fyrir fé-
lagið og reglulegur stofnfundur
boðaður þann 6. sama mánaðar,
og var félagið endanlega stofnað
þann dag og hlaut nafnið Iðn-
aðarmannafélag Austur-Húna-
vatnssýslu, með lögheimili á
Blönduósi.
Eftirtaldir menn voru stofn-
endur félagsins: Guðmann
Hjálmarsson, húsasmiður, Stef-
án Þorkelsson, húsasmiður,
Björn Einarsson, húsasmiður,
Skarphéðinn Einarsson, gull-
smiður, Sæmundur Pálsson,
klæðskeri, Lárus Ólafsson, húsa-
smiður, Klemenz Þórðarson,
söðla- og skósmiður og Ásgrímur
Ágústsson, bakari.
Nú 30 árum síðar eru aðeins
tveir þeirra stofnendanna á lífi,
þeir Guðmann Hjálmarsson og
Lárus Ólafsson, og hefir annar
þeirra, Guðmann Hjálmarsson,
starfað í félaginu óslitið frá
stofnun þess og eru störf hans í
þágu þessa félags því orðin æði
margháttuð, og' ef þakka ætti
einhverjum einum manni til-
veru félagsins, ber honum tví-
mælalaust það þakklæti öðrum
fremur. Meðal annars greiddi
hann alla skatta úr eigin vasa
fyrir félagið til L. I. í 5 ár og
hélt þannig félaginu í L. I., þar
sem það að öðrum kosti hefði
verið strikað út vegna vanskila.
Hann átti sæti í fyrstu stjórn
félagsins og sat í stjórn þess sam-
fleytt í 22 ár, ýmist sem formað-
ur eða ritari og gegndi jafnvel
gjaldkerastörfum í forföllum.
Nú hin síðari ár hefir hann
ætíð verið fulltrúi félagsins á
þingum Landssambands Iðnað-
armanna.
Fyrsta stjórn félagsins var
þannig skipuð: Klemenz Þórðar-
son, formaður, Guðmann
Hjálmarsson, ritari og Stefán
Þorkelsson, gjaldkeri.
Á fyrstu árum félagsins hefir
það nokkuð beitt sér fyrir kaup-
gjaldsmálum, og meðal annars
er samþ. frá 4/9 1942, að kaup