Húnavaka - 01.05.1969, Page 175
HÚNAVAKA
173
í 3 ár, Þorvaldur Þorláksson, í
6 ár, Ásgeir Jónsson, í 2 ár og
núverandi formaður, Knútur
Berndsen, var fyrst kosinn for-
maður árið 1963, og hefur gegnt
því embætti síðan, eða í 6 ár.
Allt eru þetta valinkunnir menn
og eiga þeir þakkir skilið fyrir
störf sín í þágu þessa félags-
skapar.
Við það, sem hér að framan er
skráð er litlu við að bæta. Það
er ekki hægt að segja að saga
félagsins sé viðburðarík eða það
hafi staðið í fylkingarbrjósti
málefnalega, en það hefur þó
orðið til þess að iðnaðarmenn
hafa komið saman, rætt málefni
sín og þannig haldið hópinn, ef
svo mætti segja, sem annars
hefði trúlega ekki verið.
Að endingu þetta. Óhætt má
telja að félagarnir flestir eða all-
ir álíti jrað skyldu sína að standa
saman um félagið, halda því
starfandi og verja það áföllum,
ef til þyrfti að taka.
S. Kr.
í EFTIRLEIT Á SNJÓBÍL.
Stórhríð gerði hér í Húnavatns-
sýslu síðast í september og októ-
ber var kaldur, svo að snjóa
leysti ekki til heiða. Voru því
seinni leitir víða erfiðar sökum
ófærðar. Þess vegna var ákveðið
að fara ekki ríðandi í þriðju leit
á Grímstungu- og Haukagils-
heiði, svo sem venja er, heldur
fá snjóbíl héraðsins leigðan og
flytja mennina á honum, fram á
Stórasand, en leita síðan gang-
andi til byggða. Upp var lagt
aðfaranótt 18. október og snjó-
bíllinn fluttur á vörubíl fram
Grímstunguna, þar til nægur
snjór var fyrir hann. Einnig var
Svavar í Öxl með í förinni á
„Unimock" sínum og skyldi
hann reyna að flytja viðleguút-
búnað gangnamanna og nesti
fram í Öldumóðuskála.
Þá snjóbíllinn hafði verið tek-
inn af vörubílnum röðuðu
gangnamenn sér í hann og ók
Hjálmar Eyþórsson greitt fram
fyrir Sandfell, en þar voru fyrstu
menn settir á göngu. Gengu
sumir þeirra norður Haukagils-
heiði og gistu í Álkuskála en
aðrir norður Grímstunguheiði
vestanverða og gistu í Öldu-
móðuskála. Hina gangnamenn
flutti Hjálmar fram fyrir
Ströngukvíslardrög og leituðu
þeir norður Kvíslar. Fór Hjálm-
ar síðan á snjóbílnum til móts
við Svavar, sem komst langleið-
ina fram í Öldumóðuskála, og
flutti viðleguútbúnaðinn þann
spöl, sem eftir var, en fór síðan
vestur í Álkuskála og gisti þar.
í birtingu næsta morgun
gengu leitarmenn áfram norður
heiðina og til byggða, en bílarn-