Húnavaka - 01.05.1969, Page 177
HÚNAVAKA
175
lagsins er frú Sigríður Ólafs-
dóttir, Ártúnum.
Karlakór Bólstaðarhlíðar-
lirepps æfði einu sinni til tvisvar
í viku. Stjórnendur kórsins voru
þeir Gestur Guðmundsson og
Jón Tryggvason.
Barna- og unglingaskóli starf-
aði í Húnaveri. Skólastjóri var
Guðmundur Klemenzson, Ból-
staðarhlíð. Auk hans starfa við
skólann þrír stundakennarar.
Stefdn Hafsteinsson,
Gun nsteinsstöðum.
Vegagerð og skálabyggingar
á Eyvindarstaðaheiði.
Síðla sumars 1958 var gjörð ak-
fær leið upp á Eyvindarstaða-
heiði. Rutt var með stórri jarð-
ýtu, upp frá Fossum, innsta bæ
í Svartárdal, og fram að Ströngu-
kvísl. Vegalengd nálægt 50 km.
Einnig var rudd slóð frá Galtará,
austur í Svartárbuga að áfanga
Skagfirðinga við Bugavatn.
Leiðangur þessi stóð í fjóra
daga, og kostaði um 30 þúsund
krónur.
Vegagerðina kostuðu fjall-
skilasjóðir Bólstaðarhlíðar-
hrepps og Seyluhrepps, nreð lít-
ilsháttar styrk úr Fjallvegasjóði.
Á næstu árum var gjört akfært
upp frá Steiná og Bollastöðum,
og koma þessar leiðir allar sam-
an, nokkuð inn af byggðinni.
Vegur var allur lagfærður 1965,
og má heita sæmilega greiðfær
öllum kraftmeiri bílum.
Þegar akfært var orðið inn
heiðina, hófst Upprekstrarfélag-
ið handa að endurbyggja
gangnaskála úr varanlegu efni.
Var það orðið mjög aðkallandi,
flestir skálarnir orðnir mjög
hrörlegir, og kröfur tímans um
bætt húsakynni meiri en áður
var.
Á árunum 1959—1963 voru