Húnavaka - 01.05.1969, Síða 180
178
HÚNAVAKA
þó voru haldnir dansleikir á
vegum þess 15. og 17. júní og
var ágóði nokkur. Þá gekkst
sambandið fyrir að Karlakórinn
Vísir á Siglufirði kom til
Blönduóss 17. júní og söng þar
fyrir fullu húsi áheyrenda, sem
klöppuðu listamönnunum lof í
lófa.
Spurningakeppni á milli sam-
bandsfélaga var tekin upp og
tóku sjö félög þátt í keppninni.
Urslitakeppnin fór fram á dag-
skrá Ungmennasambandsins á
Húnavökunni, og sigraði lið
Svínvetninga. Fyrir þá kepptu
Valgerður Guðmundsdóttir,
Syðri-Grund, Jóhann Guð-
mundsson, Holti og Hannes
Guðmundsson, Auðkúlu. Hlutu
þau að verðlaunum ferð á lands-
mót ungmennafélaga að Eiðum.
Héraðsmótið fór fram á nýja
íþróttavellinum á Blönduósi 16.
og 17. júní við mjög slæmar að-
stæður, sérstaklega seinni dag-
inn. Umf. Hvöt á Blönduósi
vann mótið með 221 stigi.
Starfsíþróttir voru nú í fyrsta
skipti á dagskrá hjá sambandinu
og fóru keppendur á landsmót
úr þeirri grein íþrótta og náðu
góðum árangri, m. a. varð Jón
Bjarnason, Haga, fjórði í akstri
dráttarvéla, og fékk hann boð
frá forstöðumönnum Landbún-
aðarsýningarinnar til keppni
þar. Sömuleiðis náði frú Brvndís
Jtdiusdóttir góðum árangri í
keppninni „að leggja á borð“.
Nokkrir frjálsíþróttamenn fóru
til landsmóts á vegurn Elng-
mennasambandsins en náðu
ekki að komast í úrslit.
Lárus Guðmimdsson og Þor-
leifur Arason kepptu á meistara-
móti Norðurlands í frjálsum
íþróttum og náðu báðir gétðum
árangri.
Þriggja sambandakeppnin,
V.-Hún., A.-Hún. og Skag., fór
fram á Sauðárkróki og unnu
Skagfirðingar. A.-Hún. vann
keppnina við V.-Hún. og farand-
bikar frá Byggðatryggingu h.f.
til eignar.
Tæplega þrjátíu manna hóp-
ur fór á vegum Ungmennasam-
bandsins fram á Auðkúluheiði
sl. sumar og dreifði þar áburði
og grasfræi á uppblásið land.
Ferð þessi var farin í samráði við
Landgræðslu ríkisins, sem lagði
til áburð, fræ og farkost. Má
segja að þetta sé hin merkasta
nýjung, og ferðin öll var hin
skemmtilegasta.
Skákmót var haldið í Flóð-
vangi sameiginlegt við Vestur-
Hún. og er ætlunin að framhald
verði á því samstarfi. Tekin var
upp skákkeppni sem landsmóts-
grein, og landinu skipt í riðla.
Keppni í einum þessara riðla fór
fram á Blönduósi á vegum
U.S.A.H., sem var að sjálfsögðu