Húnavaka - 01.05.1969, Page 182
180
HÚNAVAKA
með keppnislið. Dalamenn
unnu þennan riðil og komust
þar með, með lið sitt til Eiða.
Héraðsþing sambandsins var
haldið á Blönduósi 8. júní og var
það nokkuð fjölsótt. Þar mætti
Eysteinn Þorvaldsson frá
U.M.F.Í. og flutti þinginu
kveðjur og ræddi um starfsem-
ina. Pétur Sigurðsson á Skeggs-
stöðum baðst eindregið undan
endurkjöri sem stjórnarnefndar-
maður, en Pétur er búinn að
vera fjöldamörg ár í stjórn Ung-
mennasambandsins. Voru Pétri
þökkuð vel unnin störf.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Kristófer Kristjánsson, Köldu-
kinn, formaður, Jón Ingi Ingv-
arsson varaformaður, Ari H.
Einarsson gjaldkeri, Stefán Á.
Jónsson ritari og Valur Snorra-
son meðstjórnandi.
k. k.
KIRKJAN.
Síra Árni Sigurðsson var skip-
aður sóknarprestur í Þingeyra-
klaustursprestakalli frá 1. júlí sl.
að telja.
Æskulýðsfélag Þingeyra-
klausturs var stofnað 8. desem-
ber 1968. í því eru 12 ára börn
og eldri. Félagið starfar á kristi-
legum grundvelli í nánu sam-
bandi við kirkjuna og hafa fund-
ir þess veríð haldnir á Blöndu-
ósi, en starfssvið þess er Þing-
eyraklaustursprestakall.
Félagið er í Æskulýðssam-
bandi kirkjunnar í hinu forna
Hólastifti. Stjórnina skipa: Kári
Húnfjörð formaður, Páll Krist-
insson gjaldkeri og Sigríður
Hermannsdóttir ritari.
Á vegum félagsins hefir
stúlknakór starfað og sungið
m. a. við guðsþjónustur á Hér-
aðshæli Húnvetninga og barna-
samkomum. Stjórnandi er Jónas
Tryggvason.
Sunnudagaskóli Blönduós-
kirkju tók til starfa sunnudag-
inn 20. okt. sl. Hefir verið kom-
ið sarnan hálfsmánaðarlega í
Blönduóskirkju og jafnan fjöl-
sótt. Sóknarpresturinn sr. Árni
Sigurðsson hefir veitt sunnu-
dagaskólanum forstöðu, en frú
Solveig Sövik organisti kirkj-
unnar aðstoðað.
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunn-
ar var að þessu sinni haldinn
í sambandi við fjársöfnun til
bágstaddra í Biafra, sunnudag-
inn 16. marz sl. Æskulýðsguðs-
þjónusta var haldin í Blönduós-
kirkju. Sóknarpresturinn pre-
dikaði en unglingar aðstoðuðu
við guðsþjónustuna. Lásu pistil
og guðsspjall úr kór. Um 130
manns voru við kirkju, flest
unglingar.
Björg Björnsdóttir hefir und-
anfarið æft kirkjukóra á vegum