Húnavaka - 01.05.1969, Side 185
HÚNAVAKA
183
Á mótinu var minnzt Bene-
dikts Benjamínssonar, sem var
um langt árabil talinn sterkasti
skákmaður í Húnavatnssýslu og
mun mörgum eldri Húnvetn-
ingum kunnur. Á árinu voru
liðin 90 ár frá fæðingu hans, en
hann var fæddur á Skeggstöðum
í Svartárdal 28. maí 1878 og
var síðar búsettur á ýmsum stöð-
um í héraðinu. M. a. var hann
bóndi á Bjarnastöðum í Þingi.
Benedikt lézt á Leysingjastöðum
5. nóv. 1953. Væri ástæða til að
minnast Benedikts og skák-
nrennsku hans nánar í Húna-
vökunni síðar.
III. Landsmót U.M.F.Í. i skák.
U.S.A.H. tók þátt í 2. landsmóti
U.M.F.Í. í skák. Alls tóku 9 sam-
bönd þátt í þessari keppni og
var teflt í þremur riðlum og síð-
an kepptu sigurvegararnir í riðl-
unum til úrslita á Eiðum. —
U.S.A.H. lenti í 2. riðli ásamt
Dalamönnum og Skagfirðing-
um, og var keppt á Blönduósi
22. og 23. júní 1968. Úrslit í
keppninni, sem var sveitakeppni
fjögurra manna, urðu þau, að
Ungmennasamband Dalamanna
sigraði, hlaut 5 v. 2. varð
U.S.A.H. með 4 v. og 3.
U.M.S.S. hlaut 3 v. U.S.A.H.
gerði jafntefli við báðar sveit-
irnar, 2 v. gegn 2 v.
Fyrir U.S.A.H. tefldu: Á 1.
borði Jónas Halldórsson, 2.
borði Jón Torfason, 3. borði
Halldór Einarsson og 4. borði
Jón Hannesson.
Ymsar skákfréttir.
Á jólahraðskákmóti Taflfélags
Blönduóss 29. des. 1968 sigraði
Jón Torfason með 14j/o v. af 18
mögulegum. 2. Jónas Halldórs-
son 13}/2 v. 3.-4. Jón Hannes-
son, Bl. og Brynleifur Sigurjóns-
son, Reykjavík IU/2 v. 5.-6.
Baldvin Kristjánsson og Jóhann
Guðmundsson 10 v. 7. Baldur
Þórarinsson 8/2 v. 8. Þorsteinn
Guðmundsson 6/2 v. 9. Pálmi
Jónsson 3 v. og 10. Þorsteinn
Sigurjónsson 1 v.
Auk þessara móta, sem fram
fóru í sýslunni, má geta þess að
Jón Torfason varð 3—4 af 10
keppendum með 5 /2 v. af 9 í
meistaraflokki á Skákþingi Ak-
ureyrar 1968 og Björgólfur Ein-
arsson varð 5. af 12 með 6/2 v.
af 11 á Skákþingi Akraness 1968.
Jónas Halldórsson.
FRÁ LÖGGÆZLUNNI.
í síðasta Húnavökublaði minnti
lögreglan í Húnavatnssýslu fólk
á það, að kynna sér nú vel reglur
allar um umferðarmál, sér í lagi
vegna breytingar þeirrar er stóð
fyrir dyrum þ. 26. maí 1968, úr
vinstri í hægri.