Húnavaka - 01.05.1969, Page 187
HÚNAVAKA
185
Á árinu 1968 voru skráð 58
umferðarslys, auk margra smá
óhappa. Þar af voru 37 umferð-
arslysanna á tímabilinu frá 26.
maí til 31. des. Þar af í 17 til-
fellum á milli tveggja ökutækja,
en í öðrum tilfellum var ein-
staklingur á ferð. Segja má að 3
tilfellin af 17 mætti rekja til
breytingarinnar úr vinstri í
bægri, þar sem um skakka stað-
setningu ökutækis var að ræða.
Á tímabilinu frá 26. maí til 20.
sept. var skráður aksturshraði
1237 ökutækja, sem voru um og
yfir leyfðan hámarkshraða, þar
af 38% yfir. Hér skal gefið dæmi
um vítaverðan akstur frá liðnu
sumri, mönnum til umhuo-sunar
og dómsúrskurðar.
Kvöld eitt, er undirritaður
var á leið heim og ók á 55—60
km. hraða var hljóðmerki gefið
af bifreið, er kom á eftir. Jú —
þar voru 2 ökutæki á ferð, sem
var hleypt fram úr. Fljótt hurfu
þau sjónum undirritaðs og að-
stoðarmanns hans er sat í fram-
sæti lögreglubifreiðarinnar. Er
ekki að orðlengja Jrað að fyrra
ökutækið náðist eftir 42 km.
akstur en hið síðara eftir 55 km.
akstur. Meðalhraði á þessari
vegalengd var 93 km. miðað við
klst. Myrkur var á og vegur
blautur. Ekið hafði verið í gegn
um Blönduósþorp á eftir öku-
tæki því er seinna náðist. Menn
llr sögu urnferðarinnar.
Forðizt slysin.
geta gert sér í hugarlund hver
hafi verið hámarkshraðinn á
beztu vegunum, þegar meðal-
hraðinn var 93 km. Hver var
hugsun ökumanna gagnvart öðr-
um og sjálfum sér, er þeir höfðu
vælandi lögreglubifreið á hæl-
um sér blikkandi rauðu ljósi?
Er vanþörf á að hreinsa svona
karla burt af vegunum, áður en
þeir valda stórtjóni?
Slíkt er hægt að framkvæma á
vegum erlendis, en ekki hér á
okkar þvengmjóu vegum með
ræsin mörg innskorin.
Haldnir voru 69 opinberir
dansleikir á árinu 1968, í stað 94
árið áður. Eg tel heppilegra að
fækka dansleikjum innan sýsl-