Húnavaka - 01.05.1969, Page 190
188
HÚNAVAKA
Tékkanotkun við útibúið
jókst enn og bárust til innlausn-
ar rúmlega 22 þús. tékkar. Af-
greiddir víxlar voru um 2 þús-
und.
Eins og undanfarin ár tók
aðalbankinn að sér að fullnægja
bindiskyldunni (vegna sparifjár)
við Seðlabanka íslands og bar
jafnframt hluta af kostnaði við
rekstur útibúsins.
FR.4 BÚNAÖARSAMBANDI AUSTUR-
HÚNAVATNSSÍSLU.
Þrátt fyrir óhagstæða veðráttu
og ýmsa örðugleika aðra urðu
framkvæmdir á sviði jarðræktar
meiri á sl. ári en oft áður, en
mun minna varð úr byggingar-
framkvæmdum.
Nýrækt var 310 ha. Græn-
fóðurakrar voru 36.6 ha. eða
tæpum 8 ha. meiri en árið áður.
Girðingar voru 42.5 km. á
lengd. Grafnir voru 70 km. af
opnum skurðum og upp úr
þeirn mokað 245 þús. rúm-
metrum.
Byggðar voru þurrheyshlöður
fyrir 5300 rúmmetra af heyi.
Súgþurrkunarkerfi voru sett í
hlöður, sem voru alls 2200 fer-
metrar að flatarmáli.
Ein ný vél var keypt á árinu.
Það var beltisdráttarvél af Cater-
pillar-gerð.
VEIÐIFÉLAGIÐ BLANDA.
Laxagengd í Blöndu var mun
meiri en árið áður og alls veidd-
ust á sumrinu 721 laxar á vatna-
svæðinu. Menn óttuðust að haf-
ís og kaldur sjór mundi hamla
góðri laxagengd í norðlenzku
árnar eins og talið var að gerzt
hefði 1967, og vafalaust var það
ekki að ástæðulausu. En hið
mikla ræktunarstarf, sem fram-
kvæmt hefur verið í ánum hefur
aftur á móti verkað jákvætt.
í Svartá var nú sleppt 5000
sjógönguseiðum, að verðmæti
um kr. 100 þúsund. í fyrra var
sleppt Jrar um 3000 stk. sjó-
gönguseiðum, auk mikils magns
af sumaröldum seiðum, eins og
jafnan áður.
Stóru sjógiinguseiðin, sem eru
12—20 cm. löng, eru talin hafa
mikla yfirburði, meðal annars
vegna [ress að þau dvelja ekki
vetrarlangt í ánum, heldur
ganga strax til sjávar og losna
Jrannig við hættur af vetrarruðn-
ingum ánna.
Fyrirhuguð er bygging veiði-
húss við Svartá næsta sumar.
BYGGINGASAMTÖK B.S.A H.
Byggingaframkvæmdir á vegum
Búnaðarsambandsins voru með
minna móti og mun þar um
valda fyrst og fremst óhagstætt
verðlag á landbúnaðarafurðum