Húnavaka - 01.05.1969, Page 191
HÚNAVAKA
189
samanborið við verð á rekstrar-
vörum landbúnaðarins og bygg-
ingarefni. Eðlilegt er að bændur
séu varkárir í fjárfestingu. Þó
voru byggðar hlöður á þrem
bæjum, 8060 metrar að rúm-
máli. Mjög stór og vönduð fjós
á öðrum tveim bæjum og loks
fjárhús á tveim bæjum yfir 700
fjár. Aburðargeymslur voru
undir þessum peningshúsum.
Pétur Pétiirsson.
FRÁ SÝSLUFUNDI AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU.
Sýslufundur var haldinn dagana
29. apríl til 3. maí og 6. júní. —
Samkvæmt áætlun sýslusjóðs fyr-
ir árið 1968 eru áætlaðar tekjur
tæpar 3 millj. kr., þar af niður-
jafnað sýslusjóðsgjald tæpar 2.2
millj. kr. Helztu útgjaldaliðir
sýslusjóðs eru:
Til menntamála 952 þús. kr.
Þar af eru 500 þús. til Hús-
mæðraskólans á Blönduósi, mest
til byggingaframkvæmdanna,
sem þar standa yfir.
Til heilbrigðismála 911 þús.
kr. Af því eru 700 þús. kr. til
læknisbústaðarins nýja, sem
unnið hefur verið við á árinu.
Lokið er við að steypa kjallara,
plötu yfir og útveggi á íbúðar-
hæð fyrir áramótin.
Til félags- og íþróttamála 345
þús. kr. og til atvinnumála 218
þús. kr.
Samkvæmt áætlun sýsluvega-
sjóðs verða tekjur hans 900 þús.
kr. Þar af renna til nýbygginga
532 þús. kr.
Afgreidd var ný fjallskila-
reglugerð fyrir sýsluna og ný
lögreglusamþykkt einnig.
VEIÐIFÉLAG STOFNAÖ.
Veiðifélag Auðkúluheiðar var
stofnað 9. ágúst 1968 af ábúend-
um jarða í Torfalækjar- og
Svínavatnshreppum og Blöndu-
óshreppi.
Tilgangur félagsins er að
auka og vernda fiskistofninn,
sem er allmikill í sumum vötn-
unum á heiðinni. Var almennur
áhugi fyrir félagsstofnuninni og
þessi mál mikið rædd.
Samþykkt hafa verið lög fyrir
félagið og kosin stjórn. Hana
skipa: Páll Pétursson bóndi
Höllustöðum, Guðmundur B.
Þorsteinsson oddviti Holti og
Torfi Jónsson bóndi Torfalæk.
ÝMSAR FRÉTTIR.
Stofnað var krabbameinsfélag
fyrir sýsluna síðla á árinu 1968,
fyrir forgöngu héraðslæknisins,
Sigursteins Guðmundssonar,
sem er formaður félagsins. Á
fjölmennum stofnfundi mætti