Húnavaka - 01.05.1969, Side 192
190
HÚNAVAKA
Bjarni Bjarnason læknir, og
flutti fróðlegt erindi og á eftir
voru sýndar fræðslumyndir.
Áhugamenn á Blijnduósi um
sjónvarp stofnuðu með sér félag
og komu upp sendi á Blönduósi
fyrir sl. áramót. Hafa Blöndu-
ósingar síðan náð ágætri mynd á
sjónvarpstæki sín.
FRÁ LIONSKLÚlíEl BLÖNDUÓSS.
Starfsemi klúbbs-
ins var í flestu með
sama sniði og und-
anfarin ár.
Þá nýbreytni tók
klúbburinn upp á árinu að
halda uppboð. Héraðsbúum var
boðið að senda hluti, sem þeir
vildu losa sig við á uppboðið.
Þetta notuðu allmargir sér og
miðað við aðstæður tókst þetta
vel. Klúbburinn ætlar sér að
halda þessari starfsemi áfram og
vonast eftir góðu samstarfi við
héraðsbúa.
Ágóði af uppboðinu gekk
óskiptur til styrktarsjóðsins, en
honum bárust einnig gjafir og
vill stjórn hans nota tækifærið
og þakka þær. Úr sjóðnum voru
veittar kr. 30 þúsund á árinu.
Klúbburinn tók þátt í tilraun
til að koma á fót tómstundaiðju
fyrir börn og unglinga á Blöndu-
ósi og lagði til þess nokkurt fé.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGUNUM
Á BLÖNDUÓSI.
Slátrað var 54 þús. kindum hjá
Sölufélaginu á Blönduósi og
Skagaströnd. Meðalþungi reynd-
ist 15.05 kg. eða 0.6 kg. meiri en
haustið 1967.
Flest fé var lagt inn frá Ásbú-
inu í Vatnsdal eða 892 kindur
og var meðalþungi 15.68 kg. Af
einstaklingum lagði Gísli Páls-
son bóndi á Hofi inn flest fé eða
795 kindur, meðalþyngd dilka
hans var 16.35 kg. Fjórir bænd-
ur aðrir lögðu inn yfir 500 fjár.
Þeir voru: Jósef Magnússon,
Þingeyrum, 591 kind, meðalþ.
15.98 kg. Erlendur Eysteinsson,
Beinakeldu, 576 kindur, meðal-
þ. 16.52 kg. Konráð Eggertsson,
Haukagili, 511 kindur, meðalþ.
15.83 kg. Og Reynir Steingríms-
son, Hvammi, 507 kindur, með-
alþ. 15.67 kg.
Innlögð mjólk á árinu 1968
var 3.518.203 kg. með 3.78%
meðalfitu. Var það aðeins minna
mjólkurmagn en árið áður.
Þessir lijgðu inn yfir 60 þús.
kg. af mjólk: Torfi Jónsson,
Torfalæk, 71.773 kg. með 3.84%
fitu. Ingvar Þorleifsson, Sól-
heimum, 68.853 kg. með 3.94%
fitu. Jónas Halldórsson, Leys-
ingjastöðum, 68.349 kg. með
3.96% fitu. Bændurnir Hjalla-
landi, 66.427 kg. með 3.77%
fitu. Kristófer Kristjánsson,