Húnavaka - 01.05.1969, Side 193
HÚNAVAKA
191
Köldukinn, 60.577 kg. með
3.66% fitu. Sigurður Magnús-
son, Hnjúki, 60.195 kg. með
3.71% fitu.
Mesta breyting á rekstri sam-
vinnufélaganna í A.-Hún. var
sú á árinu, að sameinað var
Kaupfélag Húnvetninga og
Kaupfélag Skagstrendinga, og
hefur K. H. nú yfirtekið allan
rekstur KAST og nær svæði þess
nú yfir alla A.-Hún.
Kaupfélagsstjóraskipti urðu á
árinu. Ólafur Sverrisson lét af
starfi eftir 10 ára þjónustu og
flutti til Borgarness, þar sem
hann tók við starfi kaupfélags-
stjóra við Kaupfélag Borgfirð-
inga, en við starfi kaupfélags-
stjóra hér, tók Árni S. Jóhanns-
son.
FRÁ BARNA- OG UNGLINGA-
SKÓLANUM BLÖNDUÓSI.
Barna- og miðskólinn á Blöndu-
ósi tók til starfa 2. október. í
Barnaskólanum eru nú 93 nem-
endur og í Miðskólanum 45, þar
af 7 í landsprófsdeild.
Guðmundur P. Ólafsson, sem
var skólastjóri undanfarin tvö
ár, lét nti af störfum, en við
skólastjórn tók Bergur Felixson.
Við Miðskólann starfa þrír
fastráðnir kennarar, Kristinn
Pálsson, ÓIi Aadnegaard og
Vignir Einarsson, og þrír við
Barnaskólann, frú Þorbjörg
Bergþórsdóttir, Björn Berg-
mann og Bjiirn Kristjánsson.
Fastráðinn íþróttakennari, Er-
lingur M. Karlsson, starfaði við
skólann í vetur, en íþrótta-
kennsla hefur legið niðri um
skeið, því að enginn kennari
hefur fengizt. Var þetta mikil og
kærkomin lyftistöng fyrir skóla-
lífið.
Stundakennarar voru sr. Árni
Sigurðsson, er kenndi kristin
fræði, og frú Erna Sveinbjörns-
dóttir, er kenndi eldri stúlkum
handavinnu.