Húnavaka - 01.05.1974, Page 13
HÚNAVAKA
9
fremur hafa menn nálgast viðfangsefnið á ýmsa vegu og þannig
risið ágreiningur milli fræðimanna um aðferðir og skilning á efninu.
Hér á eftir verður drepið á nokkur þau atriði, sem merkust teljast.
Það er ekki rúm til að gera einstökunr kenningunr eða tilgátum nein
veruleg skil. Verður látið nægja að nefna sem flestar hugmyndir og
lýsa þeinr lítillega. Rökstuðningur verður því stundum í styttra
lagi og er hér nreð beðið velvirðingar á því.
HEIMILDIR
Heimildir um fund og landnám íslands eru helst íslensk og norsk
sagnrit. fslendingasögur eru ótraustar heimildir, en íslendingabók
Ara fróða og undraritið Landnánra eru alltraustar heimildir. íslend-
ingabók, samin nrilli 1121 og 1133, er stuttorð íslandssaga fram unr
1100. Landnáma er einstakt rit. Hún nafngreinir um 430 landnáms-
menn og lýsir landnámum þeirra og greinir frá ætt og uppruna
margra þeirra, svo og afkomendum. Einnig eru margir skenrmtilegir
innskotskaflar eða smásögur. Landnáma er varðveitt í finrnr gerðum,
en frunrgerð hennar er talin frá fyrri hluta 12. aldar. Það eru því um
200—250 ár frá landnámi, þar til Landnáma er saman sett. Verður
ævinlega að hafa í huga, að margt getur gengist í munni á styttri
tíma.
Næst rituðum heimildum konra örnefni og fornleifar. Örnefni
geta gefið bendingar unr fyrri heimkynni landnámsmanna og land-
námstilhögun. T. d. er algengt við búferlaflutninga, að nrenn flytji
örnefni með sér að heiman til nýja landsins. Þannig er fjöldi nor-
rænna örnefna á víkingaslóðum í Englandi og Frakklandi. Gott
dænri um flutning örnefna frá síðari tímum eru nafngiftir íslend-
inga vestanhafs. Örnefni gefa oft bendingar um atvinnuhætti og
daglegt líf. Margir innskotskaflar Landnámu eru einmitt slíkar
örnefnaskýringar, sbr. nafngiftir Ingimundar gamla.
Merkastar fornleifar eru húsarústir. Allmargar tóttir liafa verið
grafnar upp, sumar frá fyrstu öldum íslands byggðar, t. d. bær
(Ingólfs?) í Reykjavík. Gefa þær umtalsverða vitneskju um hýbýla-
hætti til forna. Sést væntanlega einhver árangur þeirra rannsókna
með byggingu margrædds sögualdarbæjar. Kuml — þ. e. grafir — og
einstakir munir gefa einnig sínar vísbendingar.