Húnavaka - 01.05.1974, Page 16
12
HÚNAVAKA
ing 1965, 3—4) og Árni Óla í ýmsum blaðagreinum. Ættu þá nor-
rænu landnemarnir að ihafa komið að byggðu landi, brotið og bælt
frumbyggjana, en sjálfir myndað yfirstétt. Síðar hefði þá norræna
yfirstéttin skráð sögu sína í Landnánm og öðrum sagnritum, en þag-
að vendilega um frumbyggjana. Ekki hefur tekist að renna stoðum
undir þessar draumsýnir, enda byggjast þær aðallega á fjörugu
ímyndunarafli. Nýjustu rannsókn á hugsanlegri byggð íra eða írskra
munka hér hefur Guðrún Sveinbjarnardóttir gert. Hún segir svo í
niðurlagsorðum sínum: „Nú ætti að vera ljóst, að ekki er um að
ræða eitt einasta atriði, sem sýnir fram á örugga komu írskra munka
hingað til lands. Allt er þetta byggt á líkum, tillögum og mögu-
leikum“ (Mímir, 19. 22). írsk eða keltnesk áhrif á íslendinga skýrast
auðveldlega með blöndun Kelta og norrænna manna vestan Norður-
sjávar og með flutningi keltnesks fólks hingað á landnámsöld.
874?
Upphafsár landnámsaldar hefur lengi verið talið árið 874. Er þar
stuðst við Landnámu, en þar segir: „Sumar þat, er þeir Ingólfr fóru
til at byggja ísland, hafði Haraldr hárfagri verit tólf ár konungr at
Margir landnámsmanna flúðu ofriki
Haralds hárfagra.
í vestrvíking. Hann herjaði á írland
gekk hann í, ok var myrkt, þar til
Nóregi; þá var liðit frá upp-
liafi þessa heims sex þúsundir
vetra ok sjau tigir ok þrír
vetr, en frá holdgan dróttins
átta hnndruð (ára) ok sjau
tigir ok fjpgur ár.“ (Lnd.
’68, 42). Erfiðlega hefur geng-
ið, að finna þessu ártali stoð.
Hefur m. a. verið bent á
klausu í írskum annálum um
grafarrán nálægt Dyflinni ár-
in 863 og 874, og hún tengd
sögn Landnámu um víkingu
Hjörleifs: „Leifr fór í hernað
ok fann þar jarðhús mikit. Þar
er lýsti af sverði því, er rnaðr