Húnavaka - 01.05.1974, Page 18
14
HÚNAVAKA
að flutningur í'ólks út hingað var stopull í fyrstu. Talið er, að megin-
hluti landnámsmanna hafi komið um aldamótin 900 (890—910).
Hafi þá flest stærstu landnámin verið numin, en þeir er síðar komu
hafi numið smærri lönd, eða keypt land af fyrri landnámsmönnum.
Landnámsöld telst lokið árið 930 með stofnun Alþingis. Var þá
landið líka alnumið. Eitthvað hefur þó kveðið að innflutningi fólks
á 10. öld, en ekki í jafn ríkum mæli og fyrr.
NORÐMENN - KELTAR
í Landnámu eru nefndir rúmlega 400 landnámsmenn. Um 130
eru sagðir komnir frá Noregi — flestir úr suðvestur Noregi — og um
50 eru taldir koma vestan um haf, en allmargir þeirra voru þangað
komnir frá Noregi. Ekki er
nefnt hvaðan ríflega helrn-
ingur landnámsmanna er
kominn, en nöfn og ætt-
rakningar margra þeirra
benda til Noregs eða Norð-
urlanda. Tölulegar niður-
stöður rná ekki draga af
þessu, til þess er óvissan of
mikil, auk þess sem inn-
flytjendur voru fleiri en landnámsmenn. Að sjálfsögðu bendir þetta
þó til Noregs. Sjaldnast er getið um þjóðerni þræla og þjónustuliðs.
Má ætla, að umtalsverður hluti þess fólks hafi verið Keltar, en þeir
byggðu Irland, Skotland og eyjarnar umhverfis, þegar norrænir
menn hófu að venja þangað komnr sínar.
Islenska þjóðfélagið var mótað af norrænum mönnum. Menning
öll er með norrænum blæ. Efni sagna og kvæða er sótt til Norður-
landa og Mið-Evrópu, og íslensk tunga er næst færeysku líkust mál-
lýskum í suðvestur Noregi.
Þó má víða finna merki um Kelta eða keltnesk áhrif. Nokkrir
landnámsmenn voru keltneskir eða keltnesk-norrænir kynblending-
ar, t. d. má nefna Þormóð og Ketil Bresasyni, sem námu Akranes,
og ættrakningar til Kjarvals írakonungs.
Siglingar til íslands voru erfiðar
og hrcttulegar.