Húnavaka - 01.05.1974, Síða 19
HÚNAVAKA
15
Nokkur írsk mannanöfn eru enn í notkun: Kalman, Koðrán, Kor-
mákur, Njáll, og allmörg finnast frá eldri tímum: Bekan, Kaðall,
Kjallakur, Konall, Kylann, Melkorka, Myrgjöll, svo og viðurnefni:
bjólan, feilan, hnokan, meldun o. s. frv.
Þá eru örnefni, sem minna á íra: íraá undir Eyjafjöllum og íra-
fell í Kjós, eða eru mynduð úr írskum mannanöfnum: Bekansstaðir
í Skilmannahreppi, Kalmannstunga í Borgarfirði o. fl.
Þá eru tökuorð í íslensku, sem komin eru úr írsku: bagall,
bjannak, brekán, kapall, sofn, tarfur o. fl.
Loks má nefna sögur eða sagnaminni, sem gætu verið komin frá
írum. T. d. finnast liliðstæður við söguna af fótum Þórarins Nef jólfs-
sonar úr Heimskringlu í írskum þjóðsögum. Það efni er þó næsta
lítið kannað.
Allt í allt eru keltneskar minjar og áhrif ekki mikil hér á landi.
Þó umtalsverður liluti verkmanna og þræla hafi líklega verið keltn-
eskur að uppruna, hafa þeir orðið lágstétt og glatað arfleifð sinni
og uppruna, en tileinkað sér tungu og menningu sinna norrænu
húsbænda.
ER ÞJÓÐIN ELDRI EN ÍSLANDS BYGGÐ?
Skáldmennt íslendinga til forna hefur vakið undrun jafnt sem
aðdáun, einkum vegna þess að hún náði miklu meiri þroska hér en
í nágrannalöndunum. íslendingar voru um aldir frægir fyrir skáld-
skap og sagnafróðleik. Skáldskaparíþróttin hvarf næstum því úr
Noregi með íslendingum. Því verður trauðla trúað, að skilyrði til
skáldskapar hafi verið miklu betri á íslandi en hinum Norðurlönd-
unum.
Kemur þá til álita, nvort íslendingar hafi eflst svo að skáldmennt
fyrir keltnesk áhrif. Ekki er það trúlegt. Bæði er kunnugt um skáld-
skap með öðrum norrænum þjóðum (raunar með öllum þjóðum),
þó að ekki sé hann eins áberandi og meðal íslendinga, og lítil sem
engin írsk áhrif finnast á íslenskan skáldskap. Yrkisefni og form
eru norræn eða germönsk.
Þá vaknar sú spurning, hvort landnemar fslands, sem höfðu skáld-
skap svo mjög í hávegum, hafi verið af öðrum kynþætti en aðrir
íbúar Noregs eða Norðurlanda. Nokkrir fræðimenn hafa gripið