Húnavaka - 01.05.1974, Síða 20
16
HÚNAVAKA
þennan möguleika. Er þar helst að nefna Barða Guðmundsson, en
kenningar hans eru raktar í bókinni Uppruni íslendinga. Hann
finnur margt ólíkt með íslendingum og Norðmönnum. Auk skáld-
skaparins eru t. d. meiri kvenréttindi á íslandi en í Noregi — konur
tíðka hér seið og galdra og fara jafnvel með goðorð — hlutfallstölur
örnefna eru í mörgu ólíkar svo og mannanafna, grafsiðir eru aðrir
í Noregi, þar sem líkbrennsla var algeng, en á íslandi, þar sem lienn-
ar finnast engin merki. Þá benda forngripir ýmsir fremur til annarra
landa en Noregs, t. d. Danmerkur og Suður-Svíþjóðar.
Barði nefnir germanskan þjóðflokk — Herúla — sem kemur fyrst
fram við sunnanvert Eystrasalt á 2. eða 3. öld eftir Krist, en flæktist
síðan víða um Evrópu, loks til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar. Sýnir
Barði fram á, að margt sem vitað er um Herúla kemur ágætlega heim
við menningu, stjórnskipun og venjur Islendinga til forna. Getur
Barði J^ess til, að Herúlar hafi lagt undir sig Suður-Noreg (frá Dan-
mörku), en J:>eir er fyrir bjuggu í landinu síðar hrakið þá af höndum
sér. Verður valdabarátta Haralds hárfagra meginþátturinn í Jreim
átökum. Hefði Jrá einhver hluti Herúlanna hrakist til íslands. Kenn-
ingar Barða hafa ekki fengið mikinn byr hjá fræðimönnum, en Jress
ber að gæta, að hann segir hvergi að íslendingar séu eingöngu komn-
ir af Herúlnm, aðeins hluti þeirra. Sá hluti hafi að vísu haft mikil
áhrif á mótun J)jóðfélagsins.
Mannfræðingar hafa athugað bein frá víkingatímanum og borið
núlifandi íslendinga sarnan við nágrannajjjóðirnar. Hefur Jón
Steffensen manna mest kannað þessi atriði (Samtíð og saga III, 271
—293, V, 28—50, 112—122). Kemur m. a. í Ijós, að blóðflokkaskipun
íslendinga er líkari blóðflokkaskipun Kelta en Norðmanna. Einnig
svipar hárlit og höfuðlagi íslendinga meir til Kelta en Norðmanna.
Hefur Jietta verið skýrt sem keltnesk bkiðblöndun eða fremur bend-
ing um tvo óskylda kynstofna í Noregi. Gæti það verið stuðningur
við ofangreindar kenningar Barða. Jón telur Jró, að um sé að ræða
gamlan kynstofn, sem búið hafi í Noregi, en hörfað undan nýjum
flokkum til strandhéraðanna og Jraðan flnttst að einhverju leyti vest-
ur um Norðursjó og til íslands.
Spurningin um uppruna íslendinga er hvergi nærri útrædd, og
má sjálfsagt vænta nýrra athugana á henni á næstu árum.