Húnavaka - 01.05.1974, Page 22
18
HÚNAVAKA
MANNFJÖLDI
Vandsvarað er spurningunni um fjölda landnemanna og fólks-
fjölda á íslandi. Landnáma nefnir ríflega 400 landnámsmenn, en
greinir ekki frá fjölda ættmenna, fylgdarliðs né þræla. Það er því
nóg rúm fyrir getgátur, enda hefur ekki staðið á þeim. Sumir hafa
talið innflytjendurna um 6000, en aðrir allt að 30000. Lægri talan
verður að teljast sennilegri. Skipin voru ekki stór, en margt þurfti
að flytja — timbur, búfé, fatnað, áhöld o. s. frv. Siglingar voru hættu-
legar og um langan veg að fara til íslands. Hins vegar er líklegt, að
viðkoman hafi verið mikil í fyrstu. Landrými var mikið og land-
gæði, og góð skilyrði til veiðiskapar.
Um 1100 voru þingfararkaupsbændur taldir. Þingfararkaups-
bændur voru þeir bændur, sem áttu tiltekna lágmarkseign. Skyldu
þeir greiða goða sínum dálítinn skatt eða styrk til þingreiðar — þing-
fararkaup. Reyndust þessir bændur vera um 4560. Reynt hefur ver-
ið, að styðjast við þessa tölu við útreikning á mannfjöldanum. Þarf
fyrst að áætla hlutfall þingfararkaupsbænda og þeirra er minna áttu,
en síðan fjölda fólks á hverju lieimili. Svo sem vænta má eru niður-
stöðurnar býsna fjölbreyttar. Hafa rnenn komist niður í 20000
manns og upp undir 80000. Líklega hefur mannfjöldinn verið milli
40—60000 manns. í góðærum fjölgaði fólki, en hrundi niður í hall-
ærum þess á milli. íslandssagan einkennist hvað mest af jressum
mannfjöldasveiflum allt fram á 19. öld.
VÍKINGABYGGÐ?
Stundum er þess minnst, að á landnáms- og söguöld hafi verið
hér nokkurs konar víkingaland eða víkingalýðveldi. Hafi menn lifað
hér í vellystingum, en farið í víking til að afla fjár og til skemmt-
unar. Er gjarnan vitnað til Egils gamla Skalla-Grímssonar í Jressu
sambandi.
Fátt styður þetta. Víkingar settust að í þeim löndum, sem þeir
herjuðu, eða Jrá nálægum eyjum. Þeir hefðu naumast liaft bæki-
stöðvar á íslandi fjarri öllum siglingaleiðum. Víða er getið um