Húnavaka - 01.05.1974, Page 23
HÚNAVAKA
19
víkingaferðir ungra manna í íslendingasögum, en þær eru þar að
mestu leyti bókmenntalegt skraut, enda gerðar eftir sömu formúl-
um flestar hverjar — hetjan drepur 20—30 menn, brennir nokkra
bóndabæi og eignast fjársjóði eða kjörgrip — og í litlum tengslum
við raunveruleikann.
Menn lifðu hér á landbúnaði og veiðum — meira að segja frægir
vígamenn ganga stundum að venjulegum búverkum — og hafa lifað
fremur friðsömu lífi eins og bændur eru vanir. Að sjálfsögðu urðu
einhverjar deilur með höfðingjum, og nokkrir einstaklingar óðu
uppi með óspektir og fyrirgang. Þannig varð til efni í sögur, en
þetta brölt hefur varla snert alþýðu manna mikið.
Bardagalýsingar og tölur um mannfall er óhætt að taka með góð-
um fyrirvara. Þar sem Landnáma segir frá sömu atburðum og ís-
lendingasögur, er hún nær undantekningarlaust með lægri tiilur og
sennilegri atburðarás en sögurnar.
Má ætla, að fyrstu aldir íslandssögunnar hafi verið fremur frið-
samar. Er í því sambandi gott að rifja upp fortölur Eiríks í Goðdöl-
um við ófriðarmann nokkurn í Skagafirði: „latti hann þessa ófriðar
ok kvaðþað óhent, at menn deildi, meðan svá væri mannfátt á landi“
(Lnd. ’68, 233).
LANDNÁMSHÆTTIR
Þegar land var numið, urðu menn að helga sér það á einhvern
hátt. Var það venjulega gert með eldi. Svo segir í Hauksbók Land-
námu: „engi skyldi víðara nema en hann mætti eldi yfir fara á degi
með skipverjum sínum. Menn skyldu eld gera, þá er sól væri í austri;
þar skyldi gera aðra reyki, svá at hvára sæi frá Qðrum, en þeir eldar,
er gQrvir váru, þá er sól var í austri, skyldi brenna til nætr; síðan
skyldu þeir ganga til þess, er sól væri í vestri, ok gera þar aðra elda“
(Lnd. ’68, 337, 339). Það er einkennilegt, að konum virðist ætlað
að nema land með öðrum hætti en karlmönnum: „En þat var mælt,
at kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra
várlangan dag sólsetra (í) millim, hálfstalit naut ok haft vel“ Lnd.
’68, 321). Fyrstu landnemarnir helguðu sér mikil landsvæði, t. d.
náði landnám Ingólfs Arnarsonar yfir alla núverandi Gullbringu-