Húnavaka - 01.05.1974, Page 31
HÚ NAVAKA
27
fjalli og alla leið norður á Skagaheiði. Langan tíma var ég aðal-
skyttan á öllu þessu svæði og hafði svo aðstoðarmenn víða um hér-
aðið. Ég hafði þetta stórt svæði fyrst og fremst af því að ég ætlaði mér
mikið í þessu. Ég var þrautþjálfaður, svefnléttur, fljótur að hafa mig
yfir, og því gat ég farið mjög víða. Ég fór t.d. norður á Skagaheiði
og komst alveg norður undir Hraun. Lá þar á finnn grenjum, en
eyddi ekki í þá ferð nema tíu dögum. Þá var ekki mikið sofið.
Ég átti auðvelt með að nota hverja stund, sem gafst, til hvíldar
og gat sofnað þótt steinar stæðu alls staðar upp í skrokkinn og einn
væri undir höfðinu. Og alveg var ég óhræddur að sofna, því að-
stoðarmaðurinn vakti og þurfti ekki nema drepa fingri á mig, þá
vaknaði ég og gat skotið um leið. En maður hafði lika nokkuð upp
úr erfiðinu. Annað vorið, sem ég var í Skagaheiðinni, 1923 eða 1924,
taldist mér til ég hefði liaft 50 krónur á dag. Það voru mörg lambs-
verð.
Mörg vor tók ég hvern hvolp lifandi og seldi. Péturína hugsaði
um þessa dýrgripi eftir að ég kom með þá heim, þar til þeir voru
seldir. Var það mikið verk og vandasamt. Oft tók ég blinda hvolpa.
Þá vönduni við undir ketti eða tíkur. Eitt sinn tók tík hundapest
og drápust allir yrðlingarnir, sex að tölu, sem undir hana höfðu
verið vandir. Plestir hinir yrðlingarnir tóku einnig veikina og
drápust.
Strandamenn keyptu alltaf mikið af yrðlingum og ólu í eyjum til
næsta vetrar. Lóguðu þeirn þá og seldu skinnin, en vetrarskinn voru
ætíð í nokkuð háu verði.
Verðið á yrðlingunum var allhátt, allt frá aldamótum þar til það
náði hámarki árin 1928 og 1929. Þá var loðdýraræktin að ryðja sér
til rúms, ogvildu menn ná blárefunum inn í loðdýraræktina. Pallega
mórauður læðuhvolpur var í svipuðu verði og snemmbær kýr. Þá
var skyttunum skylt að skila hluta verðsins til upprekstrarfélaganna,
og var gróði fyrir þau að hafa greni. Það voru einu árin, sem ekki
var greitt kaup fyrir grenjavinnsluna. Þá voru yrðlingar seldir á
einu uppboði í Grímstungu fyrir tíu þúsund krónur. Og til niarks
um hve mikla peningaupphæð var hér að ræða, má geta þess, að
Áshreppur og Sveinsstaðahreppur sendu menn til að vera á upp-
boðinu. Það voru þeir Runólfur á Kornsá og Jón á Hnjúki. Þeir,
sem keyptu, gátu ekki borgað eða sett örugga tryggingu, fyrr en þeir
komu til Blönduóss. Pór því Runólfur með þeim þangað.