Húnavaka - 01.05.1974, Síða 32
28
HÚNAVAKA
Ég fékk að sjálfsögðu stærsta hluta kaupverðsins, en einnig fengu
aðstoðarmennirnir sitt. T. d. var hlutur Konráðs Jónssonar í Gil-
liaga þrettán hundruð krónur úr þessu uppboði. Þetta var maður,
sem aldrei hafði tekið á rnóti svona miklum peningum, og að sjá
svipinn á honum, þegar ég fékk honum upphæðina og hann sagði:
„Á ég þetta allt.“ Síðar sama vor borgaði ég honum fimm hundruð
krónur.
MEÐ SIGURÐI Á STÓRU-GILJÁ
Ég var mörg vor með Sigurði á Stóru-Giljá á Sauðadal. Þótti mér
gott að hafa Sigurð, sem vökumann, því það fór ekkert fram hjá
honum og var hann hárviss að líta vel eftir ef ég sofnaði og hnippa
í mig yrði hann einhvers var.
Hann leitaði oft grenin og hringdi svo í mig, ef liann sá merki um
dýr. Eitt vorið hringir hann og segir, að hún muni vera við svo-
nefndar Skerslur, sem eru skammt fyrir norðan Mjóadalskjaftinn.
Þetta var á þeim tíma, sem yrðlingar hlutu að vera komungir. Ég
var nokkuð vant við látinn og spyr því hvort þetta megi ekki bíða
eitthvað. „Nei, það dugir ekki,“ segir Sigurður. „Það verður talið
okkur til vanvirðu ef við förum að geyma hana, þegar við vitum af
henni."
Fór ég því daginn eftir með honum á grenið. Sá ég að lítilfjör-
legur umgangur var um einn munnann. Mér þótti alltaf skemmti-
legra að vita hvort dýr væri inni og fór því á munnann og gaggaði,
en heyri ekkert. Sigurður var með stóra, silfurbúna svipu og segi ég
honum að rétta mér hana. Það var skrítið augnaráð, sem hann gaf
mér, og spurði hvern fjandann ég ætlaði að gera við svipuna. Svar-
aði ég því ekki, en tók um ólarkenginn og seildist með svipuskaftið
eins langt inn og ég gat og gerði ansi mikið hark svo undir tók í
greninu. Hnippir Sigurður þá í mig og segir: „Þama fer hún,“ og
var tófan þá að skjótast út um munna fyrir neðan okkur. Þríf ég þá
byssuna og þótt færið væri orðið langt, skaut ég. Sé ég að hún fær
ansi mikið af höglum í sig og er helsærð, en þýtur samt áfram og
hleypur yfir hæð þrjú til fjögur hundruð metra fyrir norðan okkur.
Þar rís rebbi upp og hverfa þau norður af hæðinni. Ég smokkaði