Húnavaka - 01.05.1974, Side 34
30
HÚNAVAKA
að það fældi dýr frá þeim næstu ár, enda bjó ég alltaf um þau aftur
eins vel og ég gat.
ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI ANNAÐ EN BEITA KLÓKINDUM
OG HÖRKU
Eitt sinn, þegar ég kom heim úr grenjaleit, lágu boð fyrir mér,
að tófan væri í greni upp á hjallanum fyrir ofan Öxl. Ég sendi strax
eftir Konráð í Gilhaga, sem þá var félagi minn, og fórum við af stað
um ncktina, þótt ég væri ósofinn og þreyttur. Jón í Öxl fór með
okkur upp á hjallann til að vísa okkur á grenið.
Þegar við komum þangað, reyndist dýrið vera inni. Segi ég því
við Konráð, að ég ætli mér að sofna sntá stund. Ég eigi ekki von á,
að dýrið komi strax út, þar sem það liafi orðið vart við mig. Ég taldi
Konráð ekki öruggan að skjóta og bað hann að sleppa henni heldur
en að skjóta í óvissu.
Ekki var ég búinn að sofa nema klukkutíma, þegar ég vakna við
skot hjá Konráð, og sé um leið að dýrið er að hverfa í burtu. Við
því var ekkert að gera. Það var búið, sem búið var. Liggjum við
þarna þar til seinni part dagsins. Þá kom rebbi í hlíðina fyrir ofan
grenið og hafði ég færi á hann og skaut. Hann var grár, en hún var
mórauð.
Svo leið dagurinn til kvölds. Ekki urðurn við varir við tæfu. Ég
átti ekki von á neinu góðu af henni, þar sem búið var að skjóta á
hana. Við náðum nokkrum yrðlingum með því að gagga þá út. Þar
sem þeir voru of ungir til að hægt væri að stríða þeim, batt ég þá
við stein. Það gerði ég oft, því þegar þeir voru búnir að streða um
stund í bandið fóru þeir að gagga. Það var það hljóð, sem dýrin
gegndu best.
Við lágum í leyni og létum sem allra rninnst á okkur bera. Ég var
alls staðar að gefa auga. Allt í einu sé ég að dýrið rís upp á svolitlum
grasbala suður og upp frá greninu. Síðan leggst það strax niður
aftur. Þá sá ég ekkert af því. Skríð ég því til Konráðs og segi honum
livar dýrið sé og bið hann að hafa augu með grasbalanum og taka
eftir hvert dýrið fari, ef það hreyfi sig. Ég ætlaði að fara niður fyrir
hjallabrúnina og skríða þar í livarfi og komast að henni eftir bal-