Húnavaka - 01.05.1974, Page 36
32
HÚNAVAKA
að ganga á hrossastólinn, ef mig vantaði peninga. Á þessum árum
var sérlega erfitt að fá peningagreiðslur og einnig örðugt að losna við
afsláttarhross hér nyrðra. Því lagði ég í að reka hrossin svo langa leið
á haustdögum, þegar allra veðra var von. Þetta voru oft slarksamar
ferðir og erfiðar. En þær höfðu einnig sínar ánægjulegu hliðar. Það
var gaman að kynnast körlunum þarna suður frá, sem margir hverjir
höfðu verið kaupamenn hér í sýslu á sínum yngri árum. Þetta voru
yfirleitt þróttmiklir karlar og boltamenni, sem ekki víluðu fyrir
sér að svífa á hrossin úti í kálgörðum og taka þau þar, því þarna var
engin rétt.
Einar í Garðshúsum var eins og jarl yfir þeim. Hann annaðist
innheimtu fyrir mig, og voru karlarnir skilvísir. En ekki samþykktu
þeir alltaf ágiskun mína um þunga hrossanna. Sagði ég þeim þá að
slátra þeirn og vigta kjötið og greiða síðan umsamið verð eftir þunga
Jjess. Yfirleitt skakkaði ekki miklu frá því, sem ég hafði sagt. Einn
sagðist halda, að sandur hefði verið í beinunum á merinni, sem
hann fékk. Sá hafði Jiráttað lengi um verðið, þegar um samdist, að
hann slátraði Iienni. Varð hann með því að borga fimm krónum
meira fyrir merina en ég hafði boðið honum hana á. Fyrsta haustið
vildu allir karlarnir fá feitustu hrossin, en næsta haust snerist það
við. Sögðu Joeir allir, að sitt hross hefði verið of feitt og ekki etist.
Stundum fór ég með fleiri hross suður en seld voru fyrirfram.
Gekk oft erfiðlega að selja Jrau, en öllum kom ég alltaf í viðunandi
verð. Fyrsta árið gisti ég hjá sr. Guðmundi frænda mínurn á Þing-
völlum. Þangað komu nokkrir karlar úr nágrenninu og vildu versla.
Þótti þeim ég dýr á hrossunum og heyrðust segja, að ég myndi verða
ódýrari á Jreim, þegar ég kæmi með Jjau til baka aftur, því enginn
keypti Jjau á Jjessu verði. En aldrei kom ég með hross til baka á
Þingvöll. Það ár reyndi ég einnig að selja í Reykjavík. Þar fór á
sömu leið og karlarnir reyndu að Jrrúkka verðinu niður. Þá kom til
mín gamall Húnvetningur og bað mig að láta karlana ekki hafa af
mér því Jjað væri alvanalegt að Jjeir reyndu slíkt. Kvað ég hann geta
verið óhræddan, því ekki léti ég Reykvíkinga leika á mig í verslun.
Þarna seldi ég eina meri, Jjví mér Jjótti skemmtilegra að versla eitt-
hvað. Hana keypti Daníel Daníelsson, sem lengi var dyravörður í
stjórnarráðinu. Hann hafði að vísu ekki peninga til að borga með,
en liann hafði verið við verslun, og síðan átti hann nokkra frakka.
Migminnir, að ég tæki 12 frakka fyrir merina.