Húnavaka - 01.05.1974, Page 37
HÚNAVAKA
33
Oft lentum við í slæmum veðrum. Eitt sinn rákum við yfir Kalda-
dal í suðvestan ofsaveðri og slagveðurs rigningu. Menn úr Þingvalla-
sveit höfðu ætlað norður í fjöllin þann dag til fjárleita, en snúið við.
Sögðu þeir, að enginn færi yfir Kaldadal í því veðri. En frændur
mínir, sem vissu að mín væri von þennan dag, sögðu að Lárus í
Grímtungu léti slíkt veður ekki aftra sinni för. Var það líka reyndin,
en ekki máttum við slaka á rekstrinum þennan dag. Þá sneru öll
hrossin undan veðrinu.
Heim riðum við venjulega einhesta, en auk þess hafði ég tösku-
hest með í förinni. Oft fórum við yfir heiðina þegar nokkur snjór
var kominn og ár orðnar uppbólgnar. Venjulega vorum við fjórtán
tíma frá Kalmannstungu og heim. Hins vegar riðum við hjónin þá
leið að vorlagi á átta tímum, en vorum þá með marga hesta.
Hestana, sem við ætluðum að ríða norður, skildum við ávallt eftir
á Þingvöllum. Eftir það urðum við að damla á húðlötum afsláttar-
bykkjum um sunnlenskar sveitir. Það þótti mér leiðinlegt og lítil
reisn yfir því ferðalagi. Til baka að Þingvöllum fórum við svo með
áætlunarbíl.
ÉG MUN SLARKA ÞETTA, ÞÓTT ÉG VERÐI EKKI
TIL HLAUPANNA
Haustið 1929 rak ég afsláttarhross suður í þriðja sinn. Sú ferð
varð æði söguleg. Auk afsláttarhrossanna rak ég markaðshross suður,
en ég hafði tekið að mér að halda markað fyrir Einar Thorsteinsson
kaupmann á Blönduósi. Hrossunum átti ég að koma til Garðars
Gíslasonar kaupmanns í Reykjavík.
Daginn áður en fara átti af stað suður, vorum við að járna þetta
dót. Það var óþjált og erfitt viðureignar. Ég varð fyrir því óláni, að
það sló mig hross, og óafklippt fjöður rakst í hæltaugina á annarri
löppinni á mér. Konráð í Gilhaga varð einnig fyrir meiðsli á fingri.
Um kvöldið voru hrossin rekin upp í Gilhaga og vakað þar yfir
þeim um nóttina. Þegar ég ætlaði á fætur um morguninn gat ég
ekki stigið í löppina vegna meiðslanna. Var óálitlegt að halda
þannig af stað í langferð. En markaðshrossin urðu að fara af stað
suður þennan dag, því þeim átti að skila á ákveðnum degi. Þótti
3