Húnavaka - 01.05.1974, Síða 38
34
HÚNAVAKA
mér ansi hart ef ég gæti ekki farið með þau suður, því ég var ekki
öruggur í tannfræðinni. Þótti mér líklegt, að ég yrði að taka eitthvað
af þeim til baka. Ætlaði ég að braska þeim út til afsláttar eða á annan
hátt. Einnig var ég búinn að mæla mér mót við Axel í Valdarási
á ákveðnum tíma við Bjarnarlæk í svonefndum Moldbrekkum á
Víðidalstunguheiði. Þar ætlaði ég að kaupa af honum þrjú hross,
sem hann þurfti að selja fyrir dánarbú.
Konráð í Gilhaga og Magnús Bjömsson í Hnausum ætluðu að
reka hrossin með mér suður. Gerði ég þeim boð upp í Gilhaga að
fara af stað, en bíða mín í Moldbrekkunum. Þangað kæmi annað
hvort ég eða Ólafur Jónsson. Hann liafði farið með mér suður í
fyrsta sinn, sem ég rak þangað afsláttarhross. Hann hafði hjálpað
mér við markaðshaldið og var til með að fara fyrir mig suður, ef ég
kæmist ekki sjálfur.
Ég nuggaði löppina og reyndi að liðka hana þar til ég gat eftir
langa mæðu farið að stíga í hana. Ákvað ég þá að fara af stað, en
hafa Ólaf með mér eitthvað áleiðis. Væri ég alls ófær um að fara,
myndi ég snúa við, en Ólafur fara áfram. Þegar við komum fram á
Skútaeyrarnar, segi ég við Óla, að ég muni slarka þetta og hann
skuli snúa við. Ég verði að vísu ekki til hlaupanna, en ég muni
nota klárana.
Reið ég létt fram að Bjarnarlæk. Þar var slæmt ástand, því Kon-
ráð var orðinn mjög slæmur í fingrinum. Töldum við líkur á, að
það væri að byrja í honum blóðeitrun. Ekki var þó um annað talað,
en hann héldi áfram. Keypti ég hrossin af Axel, hann sneri til baka,
en við þremenningarnir héldum áfram.
Við lentum í blindþoku, en komumst í Álftakrók um kvöldið.
Ekki var viðlit að halda lengra, bæði vegna þokunnar og einnig
var Konráð orðinn mjög veikur. Komum við honum fyrir í kofanum,
en rákum hrossin svo í girðingu, sem var þar skammt frá. Ég varð
að fara til skálans á hestinum, því ekki gat ég gengið þann spöl, en
Magnús fór með hestinn í girðinguna aftur.
Ég hafði alltaf með mér brennivín í svona ferðir, og dreif ég vín
í Konráð. Ég hresstist alltaf af slíku og áleit, að það hlyti að vera
eins með Konráð, enda hafði hann ekkert á móti snafsinum.
Nóttin var heldur ömurleg. Lítið var sofið og maður heyrði óhljóð-
in í Konráð svo til stöðugt. Ferðafærir vorum við þó um morguninn
og náði Magnús í hesta handa okkur. Síðan drifum við okkur af