Húnavaka - 01.05.1974, Síða 40
36
HÚNAVAKA
við báða mennina, sem komu til að sækja hrossin fyrir Garðar.
Höfðu þeir báðir komið til mín að Grímstungu í markaðstúrum,
og vissi ég að þeir myndu ekki taka liart á mér, þótt mér hefði yfir-
sést eitthvað smávegis í tannfræðinni. Enda fór það svo, að þeir tóku
öll hrossin.
Þegar ég var að haltra um réttina á annarri löppinni, fór illa fyrir
mér. Ég fór flatur í forina. Var ég því ekki sem stásslegastur til að
spássera um Reykjavík.
Fékk ég því lánuð föt. Seinna var ég brýndur á því, við útsvars-
ákæru í Vatnsdal, að ég hefði gengið um í Reykjavík á lánsfötum.
Það skipti mig engu, og taldi ég betra að ganga hreinn til fara en
útataður.
Ekki treysti ég mér að fara til Grindavíkur því ég var svo slæmur
í löppinni. Fékk ég Júlíus Jónsson, sem fyr hafði farið með mér
þangað, að fara með Magnúsi. Gekk það ágætlega hjá þeim.
Ég smáliðkaðist í löppinni, þótt langt væri fiá því, að ég væri orð-
inn góður þegar við Magnús lögðum af stað norður. Á Kaldadal
veiktist hjá mér hestur af hrossasótt. Ég átti svolitla brennivínslögg
á flösku, og sagði Magnúsi, að við yrðum að skella henni í okkur
og pissa svo í flöskuna og hella í klárinn. Það meðal hefur reynst mér
vel í hesta, sem fengið hafa hrossasótt. Hesturinn hresstist, og eftir
það gekk okkur vel norður.
EFTIRMINNILEG HROSSALEIT
Ég fór oft í eftirleitir fram um heiðar. Þá var ég alltaf léttklæddur,
en í skjólgóðum fötum og ullarfötum næst mér. Mér þykir það ansi
hart, þegar fólk er að krókna úr kulda þótt það lendi í einhverju
misjöfnu, og oft í frostlausu veðri. Það er einungis vegna þess, að
það kann ekki að klæða sig. Á fyrri árum var ég í sauðskinnsskóm.
Leðurskórnir voru endingarbetri, en ónothæfir í vetrarferðir þegar
mikil frost voru, því þeir gaddfrusu.
Maður var þrautþjálfaður að hlaupa og vanur að hlaupa á heið-
ina. Að hlaupa fram á Stórasand og heim aftur sama dag, þótti
ekkert tiltökumál. Og ég held, að eftirleitir eins og þær voru fyrrum
hafi verið happadrýgri, en eins og nú er farið að. Það er vitaskuld