Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 43
HÚNAVAKA
39
voru miklar snjóhengjur og erfitt yfirferðar, en yfir komumst við
þó með hestana.
Mig grunaði, að við hefðum lent of norðarlega og því ekki fundið
öll hrossin. Sagði ég Guðmanni að fara út í Litluhlíð og fá þar gist-
ingu. Þar bjó Þorsteinn Þorsteinsson og sagði ég Guðmanni, að fá
hann með sér næsta dag fram á heiðina til leitar, því hann var þraut-
kunnugur og mjög greiðvikinn. Ég fór hins vegar að Öxnatungu og
fékk þar gistingu. Þar bjuggu Jón Friðriksson og Elínborg Björns-
dóttir. Næsta dag ætlaði ég austur með hestana og láta vita, að við
værum lifandi.
Ég lagði snemma af stað austur. Hestarnir voru allir vel feitir, en
þvengmjóir eftir langa sveltu og strangt ferðalag. Einn hestanna hét
Sóti, gullfallegur níu vetra foli ótaminn. Hann tók eftirminnilegar
skeiðrokur á hjarninu. Þann hest eignaðist ég síðar, og varð hann
reiðhestur minn.
Það var blettur á ásnum vestan við túnið á Gilhaga. Þar gripu
hestarnir niður og skildi ég þá þar eftir. Síðan fór ég heim og sagði
Sigurði hvemig gengið hefði. En það fyrsta, sem hann spurði um,
var: „Kom Sóti?“ Sigurði þótti vænt um Sóta, en hann var mjög
baldinn og því hafði Sigurður ekki treyst sér til að taka hann í
þjálfun. En Sigurður var slíkur hestavinur, að hann tímdi ekki að
sjá af honum úr stóðinu.
Þegar ég fór frá Gilhaga, gekk ég með Sigurði upp á ásinn til að
sýna honum hestana. En þegar við erum að koma til þeirra, kemur
fimmti hesturinn hlaupandi sunnan og vestan að. Fannst mér hans
ferðalag skrítið. Þorsteinn og Guðmann koma nokkru síðar í Gil-
haga. Höfðu þeir komist fram í svokallaða Hauga, sem eru fram
með Víðidalsá að austan. Þar gerir á þá bál skafhríð og fundu þeir
engin hross.
Næstu daga var hríðarveður og ekkert hægt að leita. En þegar
birti upp fannst hryssan með folaldið og tryppið fram í Skútahálsi.
Tel ég, að hún hafi farið austur nóttina, sem við gistum vestur frá,
en folinn tapað af henni á leiðinni, líklega við Kornsárkvísl og farið
heim.