Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 45
HÚNAVAKA
41
Faðir minn, Hallgrímur Hallgrímsson, var um fjögurra ára skeið
vinnumaður í Steinnesi hjá sr. Eiríki Briem, sem reyndist honum
síðar niikil hjálparliella. Þar kynntist liann móður minni, Sigur-
laugu Guðlaugsdóttur frá Sölvabakka, sem var vinnukona hjá sr.
Eiríki.
Faðir minn keypti Snæringsstaði á um 3 þús. kr. Honum búnaðist
ákaflega vel þar og sagðist hafa orðið ríkur á einum degi. Mér þótti
það ótrúlegt, en skildi síðar að það var alveg rétt hjá honum. Eitt
sinn kom enskur fjárkaupmaður og faðir minn fór upp í Auðkúlu-
rétt með nokkuð margt fé til sölu. Þá var verðið á sauðum og geldum
ám 16 kr. Honum þykir verðið svo gott, að hann fer heim að Snær-
ingsstöðum og nær í 80 kindur í viðbót. Hann nær fjárkaupmann-
inum á Reykjum, selur honum féð og gerist rekstrarmaður til Borð-
eyrar. Þar var fénu skipað fram. Hann kom svo heim með gullið í
poka, sem hann hafði í jakkavasanum og var vasinn næstum sligaður
undan gullpokanum. Hann notaði peningana til þess að borga jarð-
arskuldina, sem var í Landsbankanum. Af eftirstöðvunum þurfti
hann ekki að borga nema 54 kr. á ári í vexti og afborganir. Árið eftir
kom niikið verðfall og hann gat ekki staðið í skilum fyrir 1. júlí.
Lárus sýslumaður á Kornsá segir honum að það sé komin tilkynning
um að selja Snæringsstaði fyrir vanskil á þessunr 54 kr. Þá voru póst-
ferðirnar þannig að póstarnir að sunnan og norðan nrættust á Stað
í Hrútafirði og peningarnir frá föður mínum fóru rneð sama pósti
suður og krafan rnrr að selja jörðina konr með norður. Þetta er lítið
dænri unr hvað tímarnir hafa breyst.
Þessi fjársala varð til þess að faðir minn komst í fyrningar á Snær-
ingsstöðnnr og gaf aldrei upp fyrr en 1901.
Árið 1903 seldi faðir minn Snæringsstaði og keypti Hvanrnr í
Vatnsdal fyrir 7 þús. kr. af Benedikt Blöndal. Hann gat borgað
Benedikt 4 þús. kr. Þá kom fjárkaupmaður norðan úr Skagafirði,
Sigurjón frá Óslandi. Þá fór faðir minn alveg eins að og selnr féð og
vill borga Benedikt jörðina, en Benedikt vill ekki taka á nróti pen-
ingunum. Faðir nrinn biður þá sýslumanninn, þegar hann þingar í
Ási, að koma við á Brúsastöðunr, en Benedikt var fluttur þangað.
Gísli ísleifsson, sem var sýslumaður þá, kemur þar við og talar við
Benedikt unr það, að Hallgrínrur sé lrér með sér, vilji borga jörðina
og þykist eiga rétt á því. Benedikt dregur upp samninginn. Gísli les
hann og segir Benedikt að hann verði að taka við peningunum. Það