Húnavaka - 01.05.1974, Page 46
42
HÚNAVAKA
voru hærri vextir, sem faðir minn átti að borga honum en fáanlegir
voru í bankanum. Þá segir Benedikt: Það eru meiri andskotans
peningarnir, sem þú hefur alltaf Hallgrímur.
MENN UNDRUÐUST ER ÉG KEYPTI MARÐARNÚP
Það voru ákfalega mikil viðbrigði að fara frá Snæringsstöðum og
vestur í Vatnsdal. Það voru ólíkar sveitir og ólíkt fólk. Það var svo
afburða gott fólk í kringum okkur í Svínadalnum. Þó að ég sé ekki
að lasta Vatnsdælinga, þarf nokkuð til þess að jafnast á við karla
eins og t. d. þá bræður Guðmund í Holti og Þorstein á Grund.
Ég var 16 ára þegar ég fór í Bændaskólann á Hólum. Var í raun-
inni of ungur og óþroskaður til þess að hafa fullt gagn af veru minni
þar. Gagnlegust reyndust mér kynni mín við Sigurð búnaðarmála-
stjóra, sem þá var skólastjóri á Hólum. Við urðum góðir vinir.
Þann 16. júní 1916 kvæntist ég Rósu ívarsdóttur, sem ólst upp hér
í dalnum. Ingibjörg tengdamóðir mín var einstök gæða manneskja
og það var mitt lífslán að ég fékk dóttur hennar fyrir konu. Það er
mikils virði fyrir börn að eiga góða móður og þess hafa mín börn
notið.
Við hófum búskap í Hvammi árið eftir og þegar faðir minn féll
frá 1927 keypti ég hálfa jörðina. Ég fékk hana ekki nema hálfa.
Þremur árum síðar festi ég kaup á Marðarnúpi á 17.300 kr. Menn
undruðust mjög að ég skyldi fara frá Hvammi, sem var talin miklu
betri jörð en Marðarnúpur. En það var eins og einhver hulin öfl
væru þar að verki og mér sagt að fara og kaupa Marðarnúp. Lýsingin
af því er nokkuð rétt í bókinni hjá Ágúst á Hofi.
Og ýmislegt svipað hefur komið fyrir mig. Árið 1912 fór ég frá
Hvammi uppí Svínadal og lenti í blindhríð á fjallinu. Ég fór ekki
alveg rétt, kom ekki í Seljaskarðið eins og ég ætlaði, en gekk út fjalls-
brúnina. Nú hafði verið á harðfenni, gert föl um morguninn og
sums staðar kornnir talsverðir skaflar. Ég fór ógætilega út á einn
skaflinn og er ekki kominn nema 2—3 skref, þegar ég hrapa fram af
klettunum. Ég kastast eftir harðfenni niður snarbratta hlíðina, en
rís upp algjörlega ómeiddur. Þá kom það fyrir mig, sem ég hafði