Húnavaka - 01.05.1974, Blaðsíða 49
HÚNAVAKA
45
Með okkur var 18 ára gömul ensk lávarðsdóttir, elskuleg stúlka,
geislandi af lífsþrótti. Við fengum glaðasólskin á Heklutindi. Hún
kunni vel við sig þar uppi, enda er dásmalegt að standa á Heklu-
tindi í glaðasólskini og horfa yfir þetta mikla undirlendi. Þar var
dýrðlegt útsýni undir heiðbláum himni til allra átta.
Næsta sumar biður þessi sami Breti um að fá sig og 9 manns flutt
frá Svartárkoti í Bárðardal yfir í Herðubreiðarlindir. I raun og veru
var það bjánaskapur af mér að taka að mér þá ferð. Hún varð mér
mikill þrældómur. Þetta sumar voru miklir óþurrkar, en ég var
heppinn með veður, því að uppi á öræfum var oftast glaðasólskin.
Þegar ég kom norður, sagði Tryggvi í Víðikeri, alkunnur ferða-
og fjallagarpur, að reynt hefði verið við vana fjallamenn og kunnuga
þar fyrir norðan og enginn vildi taka að sér ferðir með þessum
manni og vafamál væri hvort ég kæmi heill á hiifu úr slíkri för.
Þetta varð mesta ferðalag, sem ég hef farið. Stóð í 18 daga um
óbyggðir og öræfi og endaði með því að ég mátti reiða hundinn
minn síðasta spölinn heim, svo sárfættur varð hann. Oft skall hurð
nærri hælum og ég man t. d. vel eftir jregar við komum að Jökulsá.
Eg sá strax að hún var ófær. Það sá ég á vatnsborðinu. Þegar vatnið
fer að gúlpa — þá er orðið ófært. Bretinn segir að þetta sé bara kjark-
leysi í mér. Ég segi þá, að best sé að hann fari sjálfur. Hann vill fá
besta hestinn og fékk hann. Áin var þarna í þremur kvíslum og gekk
honum vel yfir fyrstu kvíslina og næstu kvísl, en þá var aðaláin eftir
og hesturinn hafði vit fyrir honum og fór hvergi. Þá komst hann
hvorki áfram né til mín aftur og varð ég að fara og sækja hann, og
hafði þá lækkað á honum risið.
Ég hélt upp með ánni þar til hún breiddi ákaflega mikið úr sér
og tókst að koma öllum yfir við illan leik.
í annað sinn fór fólkið á undan mér út í á og fóru sumir hestarnir
á sund. Féll þá stúlka af einum hestinum Jregar hann sló undan og í
straumvatnið. Ég hraða mér og tekst að ná henni, þar sem hún hang-
ir í taglinu á hestinum. Reyndar var þetta kona lagaprófessors frá
Oxford, sem líka var með í ferðinni og kom hann til mín og þakkaði
mér með handabandi fyrir björgunina og gaf mér snafs af koníaki,
en hann var smátt skammtaður sá snafsinn.
Eitt merkilegt sá ég í þessari ferð, en það voru útilegumannakof-
arnir. Á milli Kverkfjalla og Kreppuhryggs hefur runnið hraun og
stöðvast í miðjum dalnum. Niður frá hrauninu er gras, þónokkuð