Húnavaka - 01.05.1974, Side 50
46
HÚNAVAiKA
mikið, og þar höfðum við handa hestunum. Útilegumannakofarnir
voru hlaðnir eingöngu úr grjóti og mosa troðið í holurnar. Þeir voru
hlaðnir saman að ofan og hver kofi fyrir aðeins einn mann. Neðst á
stafninum var gat, sem maðurinn gat skriðið inn um. Ég sá líka rétt-
ina, sem þeir höfðu til þess að ná fénu og var hún eingöngu hlaðin
úr grjóti.
Þegar ég var á leið þarna upp með hrauninu hjá kvíslunum í
Hvannalindum, sá ég orf og ljá. Ég sagði Benedikt Gíslasyni frá því.
Nýlega fékk ég að vita hver það var sem skildi orfið þarna eftir. Það
var útlendur ferðalangur, sem var fluttur frá Möðrudal og hafði
heyjað þarna handa hestunum. Þetta var stórkostlegt orf.
Eitt versta við þetta ferðalag var sulturinn. Þeir áttu að fæða mig,
en allt var sparað. Kjötbitinn lítið stærri en rúsína og eittlivert súpu-
gutl. Það skásta var að við fengum súkktdaði um hádegisbilið, en
J^að er langbesta nesti, sem maður getur haft, Jdví að mann Jjyrstir
ekki af því. Það bjargaði mér að ég treindi nestið, sem konan útbjó
handa mér til norðurferðarinnar með hestana að Svartárkoti alveg
til síðasta dags ferðarinnar.
ELSTI STARFSMAÐUR SÖLUFÉLAGSINS
Ég er líklega eini núlifandi maðurinn, sem var við að taka á móti
vörum í gamla kaupfélagshúsinu, sent nú er geymt sem nokkurs
konar minjagripur. Þetta mun hafa verið 1899 og Jrá engin bryggja.
Þarna voru deildarstjórar við að taka á móti vörupöntuninni. Jón á
Guðlaugsstöðum fyrir Svínavatnshrepp, Jón Hannesson fyrir Ás-
hrepp og Þorsteinn í Vatnahverfi fyrir Engihlíðarhrepp. Sumir
halda að það hafi ekkert verið keypt og lítið etið hér áður fyrr, en
sannleikurinn var sá að faðir minn flutti lieim sem svaraði 100 kg
af vörum á hvert nef á heimilinu, aðallega kornvöru. Ég man ekki
hvernig J^etta skiptist, en hann keypti alltaf rúsínukassa, sem var
25 pund, 4 pund af súkkulaði og 2 flöskur af sætsaft.
Ég heyrði sagt að það væri ekki nema um 3—5% álagning á vör-
una. Skipið kom alltaf beint frá útlöndum. Framsýnasti maðurinn
í kaupfélaginu fannst mér Jón á Másstöðum. Hann réðist í Jrað að
byggja þetta stóra hús 1909, sem ennþá stendur, þó að ekki sé verslað