Húnavaka - 01.05.1974, Page 52
48
HÚNAVAKA
Afurðasölumálin hafa gengið sérstaklega vel og Ólafur Sverrisson
lét oft í Ijós við mig að við hefðum verið heppnir að hafa sjálfstætt
framleiðslufélag' Ég hef haft skýrslur um útborgað verð til bænda
og hefur S.A.H. alltaf verið í þeirra hópi, sem liæst verð hafa greitt.
Á tímabili fengum við bændur í A.-Hún. hærra verð fyrir dilkakjöt
en flestir aðrir, en nú í seinni tíð hefur þetta jafnast út.
Að endingu vil ég taka franr að ég er ákaflega ánægður með það
hvað uppbygging Sölufélagsins hefur tekist vel nú síðustu árin, eins
og raunar ávallt áður.
SJÁLFSTÆTT STÉTTARSAMBAND
Ég tel eitthvert heillaríkasta starf, sem unnið hefur verið fyrir
bændur sé stofnun Stéttarsambandsins, sem alveg sjálfstæðs félags og
óháð öllu öðru en hagsmunum bændastéttarinnar.
Fyrsti formaður þess var Sverrir í Hvammi og það varð okkar
gæfa. Hann var ákaflega gætinn og greindur maður og raunsær, en
ekki mikill kröfumaður. Ég held það hafi verið rétt hjá honum að
stefna að því að auka traust Stéttarsambandsins hjá þjóðinni og það
gerði hann með því að vinna af festu en vera ekki með hóflausar
kröfur. Hann vann mikið starf fyrir lítið gjald.
Ég kom ekki inn á Stéttarsambandsfundi fyrr en eftir 1950, en sat
þá um 16 ára skeið.
Þróunin varð sú að dýrtíðin óx og bændur fengu ekki verðlags-
grundvallarverð fyrir afurðir sínar og var ástandið mjög slærnt 1958.
Þá var haldinn í Brúarlundi í Mosfellssveit leiðinlegasti Stéttarsam-
bandsfundurinn sem ég var á. Það var ekki fyrir það að ágreiningur
væri milli fulltrúanna, iheldur vorum við alveg varnarlausir, því að
ríkisstjórnin, sem var Alþýðuflokksstjórn, vildi ekkert fyrir okkur
gera.
Við sendum nefnd á fund forsætisráðherra og hún gat engu áork-
að. Það var á þeim Stéttarsambandsfundi, sem fram fór atkvæða-
greiðsla um hvort taka skyldi upp sölustöðvun á landbúnaðarafurð-
um. Sem betur fór kom ekki til þess, því að breyting varð er við-
reisnarstjórnin var mynduð 1958 og Ingólfur Jónsson tók við sem
landbúnaðarráðherra. Hann fékk því áorkað að teknar voru upp
útflutningsuppbætur, þ. e. a. s. ríkissjóður ábyrgðist 10% af allri