Húnavaka - 01.05.1974, Page 53
HÚNAVAKA
49
landbúnaðarframleiðslunni til þess að bæta upp útflutninginn. Það
hefur oftast dugað til þess að við gætum fengið verðlagsgrundvallar-
verð, og ég heyri sagt eftir núverandi formanni Stéttarsambandsins
að stundum hafi verið afgangur.
Nú ætla ég að segja frá tveimur málum, sem voru nokkur ágrein-
ingsmál á Stéttarsambandsfundum.
Annað málið er Bændahallarmálið. Ég var upphaflega á móti því
að leggja skatt á bændur til þess að byggja þessa Bændahöll. Ég vildi
halla mér að því sem Búnaðarþing hafði lagt til. Það var að byggja
yfir starfsemi bændasamtakanna í landinu og hafa eins og 50 rúm,
sem bændur gætu haft aðgang að ef þeir vildu, en engar veitingar
væru hafðar nema morgunverður. En þeir voru sumir ansi hnakka-
kertir með Þorstein á Vatnsleysu í fararbroddi og sögðu að Bænda-
hallarskatturinn stæði bara í 4 ár. Þeir urðu í meirihluta og fengu
skattinn samþykktan. Þegar þessi 4 ár voru liðin, þá var allt komið
í strand. Dýrtíð hélt áfram og Bændahöllin komin í um 100 millj.
króna og enn ólokið. Hvað um það. Ég snerist þannig þá að ég
greiddi atkvæði með skattinum. Mér fannst að málinu yrði ekki
bjargað á annan hátt. Það væri skömm fyrir bændastéttina, fyrst hún
lagði út í þetta ævintýri, að hún lyki ekki við þetta eina hús með
fullum sóma.
Hitt málið, sem var mesta hitamálið var Stofnlánasjóðsgjaldið.
Þegar farið var að athuga hvernig ætti að styrkja og byggja upp
öfluga lánastarfsemi fyrir bændur fór ég til Hilmars Stefánssonar
bankastjóra. Við vorum jafngamlir og aldir upp í sömu sveit, ég á
Snæringsstöðum og hann á Auðkúlu. Hann sagði: Ég hef enga pen-
inga til þess að lána bændum. Bændur koma ekki með peninga sína
hingað í bankann og leggja þá hér inn og ég get ekki lánað sparifé
landsmanna út til langtímalána. Ég skildi að það var alveg rétt sem
hann sagði og það var búið með allar framkvæmdir í sveitum lands-
ins, ef ekki tækist að koma á fót einhverri sterkri lánastofnun. Lögin
um Stofnlánasjóðsgjaldið, sem var lagt á landbúnaðarafurðirnar eins
og Bændahallargjaldið, hefðu ekki átt að valda slíkum deilum innan
bændastéttarinnar, því að það komu stór framlög frá neytendum og
einnig borgaði ríkið árlega fast verulegt framlag í Stofnlánasjóðinn.
Fyrir nokkrum árum þegar ég las reikning sjóðsins (nú stofnlána-
deild) var aðeins um þriðjungur af 50 milljónum króna, sem í hann
runnu frá bændum. Ég hélt því fram að það væri að leggja gull í
4