Húnavaka - 01.05.1974, Page 56
52
HÚNAVAKA
fram við bæjardyr. Það var gaman að íá þá einu sinni á engjarnar í
heimsókn til sín, Sigurð Nordal og Jónas frá Hriflu. Jónas fékk
lánaðan hest hjá föður mínum til að fara á norður í Þingeyjarsýslu.
Kona Jónasar, Guðrún var heima í Hvammi yfir jólin, þegar hún
var á Kvennaskólanum á Blönduósi. Akaflega vel gefin kona og
talið að hún hafi stundum ýtt á Jónas, enda skapmikil.
Ég var meðreiðarmaður Guðmundar Ólafssonar alþingismanns í
Ási, þegar hann fór á fundina. Hann liélt alltaf þrjá fundi áður en
hann fór á þing, — í Bólstaðarhlíð, á Blönduósi og Skagaströnd. —
Þeir voru vel sóttir hjá lionum. Guðmundur var enginn hávaða-
maður, en bráðgreindur, vandaður og traustur.
— Var ekki mikið spilað í Vatnsdal?
— Jú, það var mikið spilað Lomber. Jón á Hofi var ágætur spila-
maður, Indriði á Gilá, Hannes Pálsson á Undirfelli og fleiri. Á
seinni árurn hefur þessu l'arið hnignandi og þeir spila afar lítið bænd-
urnir núorðið. Þetta er alveg að verða dautt í sveitunum, fólkið er
svo fátt.
— Eru draugarnir í Vatnsdal meira að segja útdauðir?
— Já það held ég, Skinnpilsa er svona að mestu leyti liorfin. Ég
varð aldrei var við hana.
— Hefurðu ekki eitthvað heyrt um hana?
— Jú það er alveg víst. Hún fylgdi Þórormstunguættinni. Einu
sinnivar Skúli Jónsson á leiðinni utan frá Blönduósi um haustogrek-
ur hestana okkar, sem voru þarna framan úr dalnum, en við fórum á
bíl. Þegar hann kernur fram hjá Hofi, kemur hann hestunum ekki
neitt áfram. Skinnpilsa þvældist svo fyrir honum, að hann hraktist
alveg niður á tún á Hofi til þess að koma hestunum áfrarn. Ég held
að hann hafi hugsað sér að vera ekki oft á ferðinni þegar dimma
tæki, þarna hjá Hofi. Skinnpilsuættin er alveg að hverfa úr dalnum.
BÆNDURNIR OG BÚSKAPURINN.
Það var mikið happ fyrir mig að kaupa Marðarnúp. Þegar ég
kom þangað var túnið 10 hektarar. Pyrrverandi eigandi sagði mér
að hann hefði alltaf skrifað með bleki á þakið á hlöðu, hvað mikið
var af túninu á hverju ári frá 1914—1930 og mesta taðan var 212