Húnavaka - 01.05.1974, Page 57
HÚNAVAKA
53
hestar og minnst 100 hestar. Núna er túnið orðið 50 hektarar og gef-
ur af sér á þriðja þúsund hesta.
Ræktunin hefur verið mikil, eu ekki nægileg áhersla lögð á að
nýta húsdýraáburðinn — lífræna áburðinn — hann þarf endilega
að komast á ræktaða landið. Ég held að nú sé að vakna aukinn skiln-
ingur á þessu hjá búvísindamönnum okkar.
Það er ræktunin á jörðinni og bústofninum, sem þarf að fylgjast
að, til þess að bændum geti vegnað vel.
Það verður svo í framtíðinni að sumir verða með kýr og hinir
með fé. Ég hugsa samt að þegar fram í sækir þá verði það nautgripa-
ræktin, sem bjargar. Kýrin er fóstra mannkynsins og hún er það
alveg eins enn. Það er ákafleg áhætta að vera með 600—700 fjár og
vera einn ef maður fær harðindavor. Ég man hörð vor t. d. að það sá
ekki á dökkan díl í Hvammi síðast í maí 1906.
— Hver heldur þú að sé mesta framtíðarsveitin í sýslunni?
— Þegar við vorum að tala um það fyrir 53 árum vorum við á leið
á kaupfélagsfund. Það var eini kaupfélagsfundurinn, sem haldinn
hefur verið í sveit, en hann var haldinn á Geitaskarði. Þá man ég
eftir að þeir töluðu um það Jón alþm. í Stóradal og Jónas Bjarnason
að það væri Torfalækjarhreppur og Svínavatnshreppur. Mér er sagt
af fróðum mönnum núna að þessir hreppar séu fremstu hrepparnir
í framleiðslu á íbúa. Þar næst sé Sveinsstaðahreppur og Áshreppur
sé orðinn fjórði í röðinni. Þetta hefur snúist við. Þegar ég man eftir
og allt til 1959, komu flóð í Vatnsdal á vorin oftast um Krossmessu,
en fardagaflóðið þótti samt best. Þau vökvuðu nefnilega allan dal-
botninn og Vatnsdælingar höfðu svo góðar engjar, að heyskapur
þeirra var mikill. En svo hefur hinum hreppunum fleygt áfram með
ræktun að ég þekki mig ekki orðið er ég ber þetta saman.
Verðbólgan er þjóðinni hættuleg. Allt frá 1939 hefur verið eigna-
færsla í þjóðfélaginu til þess að bjarga atvinnuvegunum. Það er
tekið af vinnusama og sparsama fólkinu, sem lagt hefur til peninga.
Ég er alveg sannfærður um, enda reynsla annarra þjóða að lág króna
ýtir undir óhófseyðslu og óreglu. Það er ótrúlegt að þjóð, sem býr í
svona köldu landi og verður að berjast við eld og ís geti komist af
með að vinna ekki nema rúmar 36 klst. á viku, en heimta samt með
bestu lífskjörum, sem þekkjast í heiminum.
Upp úr aldamótunum gaf Guðmundur Hannesson út bækling,
sem hét í afturelding. Guðmundur var fjölhæfur maður og vissi