Húnavaka - 01.05.1974, Page 59
HÚNAVAKA
55
NOKKUR LOKAORÐ.
Margt fleira sagði Guðjón, sem hér yrði oflangt til frásagnar.
Hann sagði frá því þegar síðasti bóndinn sem ætlaði að segja sig
til sveitar í Áshreppi kom til hans, þegar hann var oddviti. Guðjón
leysti það mál á sérstæðan en skemmtilegan hátt, enda hafði hann
lofað því að enginn bóndi skyldi fara á sveitina meðan hann væri
oddviti.
Guðjón kom fyrst til Blönduóss 1899 og var þá verið að breiða
fisk hjá Múller. Júlíus læknir tók töngina af borðinu og reif tvær
tennur sem taka þurfti úr Guðjóni, en lengi á eftir blæddi, svo að
fyrsta kaupstaðarferðin varð minnisstæð.
Guðjón og Rósa eignuðust 7 börn. Dætur þeirra eru Ingibjörg,
Sigurlaug og Þórhildur. Synirnir eru Eggert, dó á unga aldri, Auð-
unn, Hallgrímur og Steingrímur. Þrjú systkinanna eru búsett í
sýslunni. Þórhildur, gift Jóni ísberg sýslumanni á Blönduósi, Hall-
grímur, bóndi í Hvammi, kvæntur Sigurlaugu Fjólu Kristmanns-
dóttur og Auðunn, bóndi á Marðarnúpi, kvæntur Þorbjörgu Þórar-
insdóttur.
Guðjón segir að barnabörnin séu 22 og barnabarnabörnin orðin
þó nokkuð mörg.
Á starfsamri ævi hefur Guðjón kynnst mörgum mönnum innan-
héraðs sem utan og á margar minningar þar um, svo að eflaust væri
þar efni í heila bók, en hér lýkur Jressu spjalli með Jæssum orðum
Guðjóns.
Það er gott að eiga góðar minningar um alla samstarfsmennina
og ég held að samvinna og bróðurlegt samstarf sé það besta í lífinu.