Húnavaka - 01.05.1974, Page 62
INGA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Blönduósi:
Með ástarkvehju frá Abraham
Hann hafði þótt nokknð skynugur karl hann Abraham gamli, hér
áður fyrr. Hann hafði lesið meira, en flestir hans jafningjar. Stautað
sig fram úr dönsku og enskuhrafl hafði hann lært í siglingum og
las allt á því máli, er hann náði í.
Nú var hann nær allur, sat í hjólastól og þjáðist af gigt í öllum
liðum. Samt var hann alltaf að starfa með höndunum, tálgaði margs-
konar myndir fyrir krakkana. Það var hrein list.
Hann hafði dreyrnt um að verða málari eða myndhöggvari, en
draumarnir hans höfðu drukknað í slori og stríði, ef svo mætti segja.
Nú sat hann hér í kjallaranum ihjá dóttur sinni og hans eina yndi
var sonur hennar, Abraham litli, tíu ára snáði, sem vék varla frá
honum. Hann sagði honum mergjuð ævintýri um svaðilfarir á sjón-
um og kryddaði með ýmsu, sem ekki var talið við barna hæfi. Dóttir
hans hafði hótað að skilja þá nafnana að, ef hann segði barninu
svona sögur. Nú orðið hafði strákur vit á að þegja yfir öllu þeirra
bruggi i kjallarakompunni. Hann sagði rnóður sinni, að afi væri að
kenna sér sálma og bænir á kvöldin. Einhverjum liefði þótt það
skrýtið guðsorð .... Eitt er víst, að mikið var lilegið og aldrei
gleymdu þeir að læsa hurðinni. Drengurinn skilaði sér í háttinn á
réttum tíma og allt virtist í lagi. Svo dundi reiðarslagið yfir. Abra-
ham litli ofkældist og lagðist í rúmið. Gamli maðurinn var óhugg-
andi. Er honum var færður maturinn, spurði hann í þaula: Er hann
betri hann Abbi minn? Það dimmdi yfir svip hans er honum var
sagt, að drengurinn ætti að liggja nokkra daga í rúminu. Nú voru
góð ráð dýr. Abraham vildi gleðja nafna sinn. Hann fór að velta
því fyrir sér, hvað 'hann gæti búið til handa drengnum. Hann náði
sér í skæri og fór að klippa úr bréfi, kerlingar í víðum pilsum.