Húnavaka - 01.05.1974, Side 63
HÚNAVAKA
59
Hendur hans skulfu og liann átti bágt með að ráða við þetta. Hann
ók hjólastólnum að skápnum og fór að rusla í dótinu, sem þar var.
Þarna voru meðalaglös í tugatali. Bláar, gular og rauðar töflur, full
glös af þessum fjára. Þegar hann var að verða svona í fótunum,
skrifaði læknirinn fleiri tugi lyfseðla. Þegar þær hvítu dugðu ekki,
þá grænar og bláar. Svo rauðar og alla mögulega liti. Svo oft var
skipt um, að Abraham hafði ekki við, að taka þetta allt. Ekkert hreif.
Það var því orðinn vani, að setja þetta allt í skápinn. Læknirinn var
hæstánægður með lækningar sínar og hve gamli maðurinn gat torg-
að af öllum þessum lyfjum. Nú var hann löngu hættur að fá meðul,
en lét þetta standa í glösunum.
Hann horfði á þetta lengi, svo ljómaði andlit hans. Hann hafði
lesið um frú úti í löndum, er bjó til fallega mynd úr töflurn, límdi
þær niður á spjald og hafði orðið fræg fyrir.
Nú safnaði hann þessu saman. Átján glös voru það full af töflum.
Svo var mikið af glösum, sem hún Gróa sáluga, konan hans, hafði
fengið rétt áður en hún dó. Já, mörg glös voru það, sem hún fékk.
Samt dó hún blessuð, áður en hún torgaði því öllu.
Svo fékk hann sér þykkan pappa og teiknaði strik og þríhyrninga.
Nú ætlaði hann að gera niynd eins og listamennirnir, sem enginn
skildi en allir dáðust að. Hann byrjaði að líma og allt gekk vel.
Abbi litli hresstist og kom niður. Hann dáðist mikið að lista-
verkinu. Abraham gamli hafði látið vinnugleðina hlaupa með sig
í gönur. Hann sat lengi hugsi. Drengurinn spurði: Vantar þig töflur
afi minn? Ég á svolítið síðan ég var veikur, fáðu þær.
Já, það er meinið, ég hef ekki nóg. Abraham var ekki lengi að
fella þessar töflur inn í listaverkið. Enn vantaði efni.
Síðla kvölds var óvenju lágt hljóðskraf í kjallaranum og mikið
var hlegið. Daginn eftir fór gamli maðurinn ekki úr rúminu. Hann
var fárveikur. Drengurinn sagði móður sinni, að nú færi hann fyrir
afa að sækja meðul. Hún varð hrædd og fór niður.
Heyrðu pabbi, viltu ekki fá læknirinn til að líta á þig?
Nei, elskan mín. Ég fæ þessar góðu töflur, sem mér batnar alltaf
svo vel af. Hann fékk fimm sortir og var alheill daginn eftir. Nú
skilaði verkinu líka vel áfram. Það vantaði aðeins nokkuð af græn-
um lit. Abbi litli fékk aura og keypti stórt glas af vítamíntöflum.
Dagurinn rann upp, sem drengurinn hafði lengi beðið eftir.
Myndin var fullgerð. Hún var falleg og skemmtileg, fannst honum.