Húnavaka - 01.05.1974, Síða 64
60
HÚNAVAKA
En nú var eftir að £á ramma u'tan um hana. Það varð upphafið að
því, að Abraham varð frægnr í litla þorpinu sínu. Þessi gamli kjall-
arabúi í hjólastólnum.
Abbi litli fór til manns er innrammaði myndir og málverk. Hann
lofaði að setja myndina í fallegan ramma. Það kostar ekkert, segðu
afa þínum það. Svo rak hann upp tröllahlátur.
Þegar gamli maðurinn heyrði það, varð honum að orði: Það var
gott, ég var búinn með alla aurana mína. Þeir fóru allir í skollans
töflurnar.
Það bar við um þessar mundir, að málverkasýning var haldin í
þorpinu. Einhver hafði sagt listamanninum, er með sýninguna var,
að furðulegt uppátæki gamals manns væri mikið til umræðu í þorp-
inu. Hann brá við og samdi við Abraham, að fá þetta meistaraverk
á sýninguna.
Já, það er ekki nema sjálfsagt, sagði gamli maðurinn, en ég vil
láta myndina heita eitthvað. Hvað segir þú um að gefa henni nafnið:
Með ástarkveðju frá Abraham? Gamli maðurinn skellihló. Þetta á
nú við mig, svona gaman.
Listamaðurinn fór brosandi frá honum og tautaði: Þú varst
nokkrum áratugum of snennna á ferðinni karl minn, ég hefði getað
gert þig frægan.
Sýningin stóð í tvo daga við mikla aðsókn. Abbi litli var þar löng-
um og hlustaði á mál manna. Alltaf hljóp hann til afa síns, að segja
honum af sýningunni. Allir dáðust að myndinni.
Nú var það morguninn, sem listamaðurinn tók niður myndir
sínar, að hann kom til Abrahams ganila og rétti honum fimm þús-
und króntir og spurði brosandi: Hver heldur þú að hafi keypt
myndina þína?
Myndina, hrópaði Abraham. Ég ætlaði ekki að selja hana. Hann
nafni minn átti að fá hana.
Listamaðurinn varð mæddtir á svip. Lyfsalinn sótti þetta svo fast,
að ég komst ekki undan því að selja honum myndina. Þú getur búið
til aðra. Ég skal sýna ihana fyrir sunnan.
Gamli maðurinn starði á listamanninn. Hvað ertu að segja? Varð
hann vondur?
Nei, hann var ánægður og brosandi er hann flýtti sér með mynd-
ina úr salnum.
Abbi litli liafði læðst inn og heyrt fréttirnar. Nú rak gamli maður-