Húnavaka - 01.05.1974, Page 65
HÚNAVAKA
61
inn npp skellihlátur, sem bergmálaði um allt húsið. Listamaðurinn
hló og Abbi litli líka.
Dóttirin kom í ofboði niður til að vita hvað gengi á. Er hún heyrði
fréttirnar, sagði hún raunamædd: Þú ert nú ekki nógu g-ætinn pabbi
er stórmenni eiga í hlut. En svo hló hún líka.
Gamli Abraham klappaði á kollinn á nafna sínum og sagði blíð-
lega: Kannski sækir þú meðul handa afa ef hann verður lasinn.
Hann tók seðil og rétti drengnum. Hérna eru þúsund krónur, þú
ert vel að þeim kominn. Eigðu þetta með ástarkveðju frá Abraham.
GRyl'.ÐIPLÁSTUR VIÐ MISSTUM MEYDÓMI
„Kansellíbréf til biskups, dags. 12. október 1819, svarar upp á bónarbréf
stúlku, að mega giftast geistlegum manni en þótt hún hafi óvart látið fallerast.
— Svar: að sá, sem hennar vill fá megi leyfis þar til beiðast.
Af svari þessu má ráða, að kansellíinu virðist laglegra, að brúðgumaefni heldur
en brúðarefni beiðist þess græðiplásturs við misstum meydómi, hvers vegna ég,
til varúðar viðkomendum framvegis, birti hér það álit þess.“
Klausturpósturinn.
DREYMDI FYRIR DAUÐA SÍNUM
Hinn 11. desember 1823 gerði áhlaupa norðanhríð á Norðurlandi. Brugðu
menn við til að reyna að bjarga fé sínu og gekk það erfiðlega. Er ljóst orðið,
að í veðri þessu hafa margir menn orðið úti og fjöldi fjár farist. Herma fréttir,
að í Eyjafirði hafi fimm menn orðið úti og litlu f:erri í Þingeyjarsýslu. Þá varð
og úti Jón Jónsson vinnumaður frá Selhaga í Bólstaðarhlíðarhreppi með allt
beitarfé þaðan. Hafði hann þrem dögum áður dreymt þann draum, að hann
ætti nauðugur að eiga innan þriggja daga stúlku, er Guðbjörg liét.
Hætt er við, að enn hafi ekki borist fregnir unt allar þær slysfarir, sem orðið
hafa í veðri þessu.